Greinasafn fyrir merki: uppsláttur

Kramhúsið auglýsir 2 námskeið

Kramhúsið auglýsir byrjendanámskeið og framhaldsnámskeið í tangó.
Byrjendanámskeiðið hefst 19. janúar og framhaldsnámskeiðið 16. janúar.

Kennt verður einu sinni í viku, byrjendanámskeiðið verður á föstudagskvöldum kl. 20:00-21:00 og framhaldsnámskeiðið verður á þriðjudagskvöldum kl. 21:15.  Nauðsynlegt er að hafa danspartner á námskeiðunum.

Kennarar á byrjendanámskeiðinu eru: Tinna & Jói og framhaldsnámskeiðinu Tryggvi & Þórunn.  Nánari upplýsingar eru á heimasíðu Kramhússins og þar er hægt að skrá sig á námskeið:
http://www.kramhusid.is/events/tango/.
Námskeiðin eru hvort um sig 6 vikur í senn og kosta 15.800,- kr. á mann.

Einstaklingar sem vilja taka þátt í námskeiði en vantar dansfélaga geta nýtt sér Facebook-hóp sem nefnist Tango club Reykjavík – Partnersearch:
https://www.facebook.com/groups/579335245422129/

Tangó-dansleikur nefnist ‘milonga’ og Tangófélagið stendur fyrir milongu í Kramhúsinu í viku hverri á föstudagskvöldum kl. 21–24 og í Iðnó kl. 20:30-22:30. Félagið býður þátttakendum á námskeiði
Kramhússins ókeypis aðgang að öllum milongum þess á meðan á námskeiðum stendur.   Sérstök athygli er vakin á því að á milli kl. 21 og 22 á föstudögum er svokölluð ‘praktíka’ (eða æfinga-stund) í Kramhúsinu.   Þá er tilvalið að æfa nýju sporin sem kennd voru á námskeiðum Kramhússins.

Heimilisfang Kramhússins:
Skólavörðustígur 12, gengið inn frá Bergstaðastræti.

Tangóhelgi 16. og 17. febrúar

(English below).

Dagana 16. og 17. febrúar 2018 verða tangómeistararnir Alexandra Baldaque og Fernando Jorge gestir Tangófélagsins.  Alexandra & Fernando voru Evrópumeistarar í tangó 2011.

Dagskrá þessa tvo daga verður sem hér segir:

Föstudagur 16. febrúar

Föstudagsmilonga (“El Cramó”) í Kramhúsinu sem hefst með
“opnum tíma”.  Umsjón með opna tímanum: Alexandra & Fernando.

Laugardagur 17. febrúar

Alexandra Baldaque og Fernando Jorge halda tvö námskeið
og um kvöldið er sérstök hátíðarmilonga í Kramhúsinu þar sem Alexandra & Fernando verða með tangósýningu.

Nánari upplýsingar síðar.

————-

Tango masters Alexandra Baldaque and Fernando Jorge will be guests of the Tango Club on February 16th and 17th, 2018.  Alexandra & Fernando were European Champions in tango in 2011

The program these two days will be as follows:

Friday February 16th

Friday milonga (“El Cramo”) which starts with an “open class” given by Alexandra and Fernando.
Venue: Kramhúsið (Skólavörðustíg 12, off Bergstaðastræti).

Saturday February 17th

Alexandra & Fernando Jorge give two classes on Saturday 17th.  Special milonga in the evening with a tango show given by Alexandra & Fernando.
Venue: Kramhúsið (Skólavörðustíg 12, off Bergstaðastræti).

More information later.

 

Milongur á þriðjudögum í Iðnó á nýju ári !

(English below).

Ákveðið hefur verið að þriðjudagsmilongur Tangófélagsins verði í Iðnó frá og með 9. janúar n.k., – a.m.k. til og með 6. mars. Þann dag (og einnig 16. janúar) verður dansað uppi, en alla hina þriðjudagana verðum við niðri í stóra salnum.  Aðgangseyrir er 1.000 kr. en fyrir tímabilið 9. janúar til 6. mars geta félagsmenn keypt áskrift sem kostar 2.500 kr.
Ókeypis er á allar milongur Tangófélagsins fyrir 30 ára og yngri.

Hægt er að greiða fyrir aðgangseyri eða áskrift með millifærslu á bankareikning Tangófélagsins: Bankanúmer:  0303-26-002215,
Kt: 480500-3180.  Vinsamlegast sendið tölvupóstkvittun á netfangið: tangofelagid@gmail.com með skýringu á því fyrir hvað verið er að greiða.  Ekki er tekið við greiðslukortum við innganginn – og millifærsla er þægilegri greiðslumáti en reiðufé fyrir Tangófélagið.

——–

Weekly Tuesday milongas will take place at Iðnó (Vonarstræti 3, Reykjavík) from January 9th – March 6th.  They start at 20:30 and finish at 22:30.   Admission fee is 1.000 krónur.  It is possible for members of the club to subscribe to all 9 milongas for a fee of 2.500 krónur.  – (Being a member for a period of 12 months (December 1st 2017 to December 1st 2018) costs 4.500 krónur).
Admission is free for those who are 30 years of age or younger.

CreditCards are not accepted at the entrance door.
It is possible to deposit payment in advance to the bank account of the Tango Club.  The numbers are as follows:
Id. No. (Kennitala): 480500-3180.
Banknumbers (Bank  –  Ldgr.  –  Acct.-No.):  0303 – 26 – 002215.
Please accompany your payment with a Notification to the following  e-mail address tangofelagid@gmail.com explaining in the
message-box what is being payed for. –
(It’s also possible to pay with cash at the entrance door).