Framhaldstímar og praktíka

Nú á vorönn býður Kramhúsið upp á “framhaldstíma” á föstudagskvöldum fyrir þá sem eru búnir að vera á byrjendanámskeiðunum.  Boðið er upp á sveigjanlega mætingu, þ.e í boði eru 10 föstudagar og fólk borgar fyrir þá föstudaga sem það getur mætt á, hægt er að kaupa 6 tíma og velja úr þá sex af þessum tíu sem henta.  Kennarar eru Þórunn Sævarsdóttir og Tryggvi Hjörvar.  Tímarnir eru kl. 19:45 – 21:00 og í beinu framhaldi er hægt að mæta á praktíku Tangófélagsins (kl. 21:00 – 22:00) og  halda áfram  að æfa sporin og dansa áfram á milongu kvöldsins eins og hugurinn girnist og fæturnir leyfa.

Allir eru velkomnir á praktíkuna kl. 21:00 pör og einstaklingar og er aðgangur ókeypis á hana.  Umsjón með praktíkunni hafa Svanhildur Óskarsdóttir og Snorri S. Birgisson. Ókeypis er á allar milongur Tangófélagsins fyrir þá sem eru 30 ára og yngri.

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.