Félagsgjöld og áskrift – mismunandi löng tímabil

Uppfært 2. júní 2017:

Á aðalfundi Tangófélagsins 19. maí 2017 var samþykkt að aðalfundir félagsins skuli framvegis haldnir fyrir lok nóvembers ár hvert.  Þetta þýðir að næsta starfstímabil er einungis hálft ár (ca.) og samþykkti fundurinn að félagsgjald á þessu tímabili skuli vera 2.000,- kr.
Nýtt áskriftartímabil að milongum félagsins hófst 1. júní. Vegna uppsagnar á Kaffitári og óvissu um framhaldið getum við bara boðið félagsmönnum upp á eins mánaðar áskrift þar að sinni, sem kostar 1000 krónur (til loka júní). Áskriftargjaldið að El Cramo er sem áður 5000 krónur fyrir 4 mánuði (júní-sept). Þegar málin skýrast með miðvikudagsmilongurnar verður ákveðið með áframhaldandi áskrift að þeim.  (Reikningsnúmer félagsins: 0303-26-002215.
Kennitala: 480500-3180).  – Aðgangur er ókeypis á allar milongur félagsins fyrir 30 ára og yngri.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.