Ókeypis kynning á föstudögum kl. 21:00/Free Practica on Fridays

(English below)

Tangófélagið býður öllum sem vilja kynna sér tangó að koma á föstudögum kl. 21:00 í Kramhúsið í opinn tíma sem nefndur er praktíka.  Aðgangur er ókeypis og ekki þarf að skrá sig fyrirfram. Allir eru velkomnir, pör og einstaklingar án dansfélaga og andrúmsoftið er frjálslegt og óformlegt. Þeir sem hafa dansað áður í lengri eða skemmri tíma geta notað þennan tíma til að æfa sig og þeir sem aldrei hafa dansað tangó taka fyrstu skrefin og njóta leiðsagnar sem sniðin er að þörfum hvers og eins. Þetta er tilvalin leið til að nálgast töfraheim tangósins.

Praktíkunni lýkur kl. 22:00 og þá hefst tangó-ball
(Milonga El Cramo).

———————————-

The Tango Club offers a weekly 1 hour practica in connection with  Milonga El Cramo on Friday evenings in  Kramhúsið.  Admission is free and everyone is welcome, both couples and individuals without a dance partner.  Beginners are offered guidance but those who have danced before are free to practice on their own or dance as in a milonga.   The practica starts at 21:00 and ends at 22:00 when the milonga proper starts.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.