Tango Intensivo frestað

Eftirfarandi tilkynning hefur borist frá Bryndísi & Hany:

Bestu þakkir fyrir góðar viðtökur á fyrirhuguðu námskeiði
“Tango Intensivo” um páskana. Í ljósi aðstæðna og lokunar landamæra verðum við því miður að fresta því um óákveðin tíma. 
 

Þeir þátttakendur sem þegar hafa skráð sig fá bakfærðar greiðslur og þurfa ekki að hafa samband við Kramhúsið vegna þessa. Við vonumst til að fljótlega verði hægt að endurskipuleggja þetta tangóflug – en til þess þurfa flugsamgöngur að vera komnar í eðlilegan farveg og öll landamæri opin á ný.

Okkur þykir þetta mjög miður en það er ekki annað að gera í stöðunni.
Vil óskum ykkur öllum gleðilegra páska og hlökkum til að sjá ykkur síðar.
Bestu kveðjur
Bryndís og Hany