Greinasafn fyrir flokkinn: Fréttir

Framhaldsnámskeið í Kramhúsinu hefst 3. nóvember

Kramhúsið auglýsir 6 vikna framhaldsnámskeið sem hefst
3. nóvember n.k.  Námskeiðið er einkum hugsað þannig að það henti  þeim sem hafa lokið byrjendanámskeiði.  Kennt verður einu sinni í viku, á fimmtudagskvöldum kl. 21.00–22.15.  Námskeiðið kostar 14.800 kr.  á mann. Nauðsynlegt er að hafa dans-partner á námskeiðinu.  Kennarar eru Tryggvi Hjörvar og Þórunn Sævarsdóttir.  Nánari upplýsingar eru á heimasíðu Kramhússins (http://www.kramhusid.is/events/tango/) og þar er hægt að skrá sig á námskeiðið.  Einstaklingar sem vilja taka þátt í námskeiðinu en vantar dansfélaga geta nýtt sér Facebook-hóp sem nefnist Tango club Reykjavík – Partnersearch.  Þar er hægt að pósta í grúppuna:
https://www.facebook.com/groups/579335245422129/

Tangófélagið býður þátttakendum á námskeiði Kramhússins ókeypis aðgang að milongum félagsins á meðan á námskeiðinu stendur.  Tangó-dansleikur nefnist ‘milonga’ og Tangófélagið stendur fyrir tveimur slíkum milongum í viku, á miðvikudögum kl. 21–23 á Kaffitári  (Bankastræti 8) og í Kramhúsinu (Skólavörðustíg 12) á föstudagskvöldum kl. 21–24.   Sérstök athygli er vakin á því að milli kl. 21 og 22 á föstudögum er svokölluð ‘praktíka’ (eða æfinga-stund) í Kramhúsinu.   Þá er tilvalið að æfa nýju sporin sem kennd voru á námskeiðinu kvöldið áður hjá Tryggva og Þórunni.

Síðdegismilonga í Iðnó laugardaginn 22. október

Síðdegismilonga verður í Iðnó laugardaginn 22. október 2016
kl. 16–18.  Dansað verður niðri, – í stóra salnum.
DJ: Daði Harðarson
Umsjón: Snorri Sigfús Birgisson.

Aðgangseyrir: 1.000, –

Afternoon milonga on Saturday October 22nd 2016 at 16:00-18:00.
Venue: Iðnó.  Address: Vonarstræti 3, 101 Reykjavík.
DJ: Daði Harðarson
Host: Snorri Sigfús Birgisson

Admission: 1.000, –

Námskeið með Leandro Palou & Mariu Tsiatsiani 19. og 20. nóvember

 

Leandro Palou & Mariu Tsiatsiani munu halda námskeið í Dansverkstæðinu í nóvember (19. & 20.)  Uppl. um L & M hér:
http://tangoacademy.co.uk/.

Hefðbundin milonga í Kramhúsinu föstudaginn 18. nóvember fellur niður en í staðinn verður milonga í Dansverkstæðinu í tengslum við námskeið L & M laugardagskvöldið 19. nóvember.  Hægt er að skrá sig á námskeiðin hér:
tangofelagid@gmail.com

Workshops with Leandro Palou & Mariu Tsiatsiani
in Dansverkstæðið (Skúlagata 30).

Information about L & M on their website:
http://tangoacademy.co.uk/

To register write to:
tangofelagid@gmail.com.

Laugardagur 19. nóvember / Saturday November 19th:

Kl. 14:00 – Tango – Breaking habits to create a richer improvisation (Advanced)
Kl. 16:00 – Milonga workshop; Pausas and Adornos in Milonga
(Intermediate)

20:30-00:00 – Milonga (og sýning L & M / and show with L & M)
DJ:  Kristinn Jónsson.
Umsjón / Host: Rakel Steinarsdóttir

Sunndagur 20. nóvember / Sunday November 20th:

Kl. 14:00 – Vals workshop; circular figures for fluidity.
(Advanced).

Kl. 16:00 – Tango – Changes of Dynamics; fast to slow motion
transitions
. (Intermediate)

Verð fyrir félagsmenn eru sem hér segir /
Admission prices for members:

1 námskeið / 1 workshop:  3.000, –
2 námskeið / 2 workshops:  5.000, –
3 námskeið / 3 workshops:  6.000, –
4 námskeið / 4 workshops:  8.000, –
Milonga á laugardegi / Milonga on the Saturday: 1.000, –

Bankanúmer:  0303-26-002215
Kt: 480500-3180

Verð fyrir aðra / Admission prices for non-members:

1 námskeið / 1 workshop:  3.700, –
2 námskeið / 2 workshops:  7.000, –
3 námskeið / 3 workshops:  9.000, –
4 námskeið / 4 workshops:  12.000, –
Milonga á laugardegi / Milonga on the Saturday: 1.500, –

Bank info:  0303-26-002215
Kt: 480500-3180

Tango on ICE – Sunday

Ótrúlegt en satt: síðasti dagur TANGO on ICE 2016, er runninn upp. Tíminn hefur sannarlega flogið frá okkur á hátíðinni og skyldi engan undra. Í dag, sunnudaginn 25. september, verða námskeið skv. auglýstri dagskrá (https://tango.is/2016/02/02/tango-on-ice-2016-program/)  og boðið er upp á tvær milongur í Iðnó:  síðdegismilongu kl. 14-18 (DJ-ar eru Elín Laxdal og Petra Stefánsdóttir) og í kvöld er svo milonga klukkan 20-23. Jens-Ingo Brodesser verður DJ á þeirri milongu. Venja er að kalla síðustu milongu á tangó-hátíðum “Cool Down” milongu, en ekki er samt svo að skilja að það sé búist við lognmollu í kvöld heldur einmitt bara sama fjörinu og alltaf er á TANGO on ICE. Ekki má gleyma að nefna hátíðar-kvöldverðinn milli kl. 18:30 og 20:00.

It’s hard to believe, but today, Sunday 25th of September, is the last day of TANGO on ICE 2016. Time certainly has flown by fast on the festival. Today there are workshops according to plan (https://tango.is/2016/02/02/tango-on-ice-2016-program) and then there are two milongas on offer: an afternoon milonga (14:00-18:00), with Elín Laxdal and Petra Stefánsdóttir as DJs, and tonight there will be a milonga from 20:00 to 23:00.  Both milongas take place in Iðnó (at Vonarstræti 3). In the evening milonga Jens-Ingo Brodesser will be DJ. It’s customary to call the last milonga of a tango festival “Cool Down Milonga” but we however, are not expecting anything other than a hot milonga with passionate dancing! Before the evening milonga, at 18:30, a dinner will be enjoyed by those who have registered for it. This dinner, which is a fixed feature of TANGO on ICE, is always a festive occasion with excellent food.

 

Tango on ICE – Saturday

Nú er allt að gerast á TANGÓ on ICE: námskeið og milongur, – eintómt fjör.  Í dag, laugardaginn 24. september, verða námskeið skv. auglýstri dagskrá (https://tango.is/2016/02/02/tango-on-ice-2016-program/)  og boðið er upp á tvær milongur í Iðnó:  síðdegismilongu kl. 14-18 (DJ-ar eru Þórður Steingrímsson og Svana Valsdóttir) og í kvöld er svo milonga klukkan 22-03. Michael Lavocah verður DJ á þeirri milongu og Maja Petrović og Marko Miljević sjá um sýningaratriði en þau heimsækja nú Ísland í fyrsta sinn. Eftirvæntingin er mikil að sjá þau dansa.  Þau eru mjög vel þekkt í tangó-heiminum og dáð sem afburða listamenn.  Hægt er að lesa um þau á heimasíðu þeirra http://majaymarko.com/.

TANGO on ICE is now in full swing. Today, Saturday 24th of September, there are workshops according to plan (https://tango.is/2016/02/02/tango-on-ice-2016-program) and then there are two milongas on offer: an afternoon milonga (14:00-18:00), with Þórður Steingrímsson and Svana Valsdóttir as DJs, and tonight there will be a milonga from 22:00 to 03:00.  Both milongas take place in Iðnó (at Vonarstræti 3). In the evening milonga Michael Lavocah will be DJ and Maja Petrović og Marko Miljević will give a show.  Maja and Marko are visiting Iceland for the first time, – needless to say, we are looking very much forward to seeing them dance!  They are very well known in the tango world as artists of the highest caliber.  You can read about them on their website: http://majaymarko.com/.

Tango on ICE – Friday

Þá er allt komið í gang. Upphafs-milongan í gærkvöldi heppnaðist í alla staði vel. Í dag, föstudaginn 23. september, hefjast námskeiðin og má lesa um þau hér: https://tango.is/2016/02/02/tango-on-ice-2016-program/. Enn er hægt að skrá sig á námskeið.  Í kvöld er svo milonga í Iðnó klukkan 22-03. DJ verður Jens-Ingo Brodesser og okkar góðu vinir Bryndís & Hany verða með sýningaratriði á milongunni. Óþarfi er að kynna þau sérstaklega. Þau eru algerir brautryðjendur í íslenskum tangó og hafa kennt langflestum íslenskum tangó-dönsurum á námsskeiðum og í einkatímum og hafa verið tengd íslenska tangó-lífinu og TANGO on ICE alla tíð þótt þau búi erlendis nú um stundir. Sýningaratriði þeirra vekja alltaf aðdáun og athygli. Full ástæða til að hlakka til kvöldsins!

TANGO on ICE is now, on Friday September 23rd, in it’s second day. The opening milonga last night was great fun. Today the workshops are starting and you can read about them here: https://tango.is/2016/02/02/tango-on-ice-2016-program/. It’s still possible to register.  Tonight (22:00-03:00) there will be a milonga in Iðnó (at Vonarstræti 3). Jens-Ingo Brodesser will be DJ and Bryndís Halldórsdóttir & Hany Hadaya will give a much anticipated show, – their shows are always memorable and brilliant. Much to look forward to! Bryndís and Hany were true pioneers in the early days of Icelandic tango and are inextricably linked to Icelandic tango life and to TANGO on ICE even though they live presently in Copenhagen.

Tango on ICE starts today !

TANGO on ICE, hin langþráða stórhátíð tangódansara á Íslandi,  hefst í kvöld, fimmtudaginn 22. september með milongu í Iðnó (kl. 21-01).   DJ er Michael Lavocah.  Nánari upplýsingar um milongur og námskeið á hátíðinni er að finna hér: https://tango.is/2016/02/02/tango-on-ice-2016-program/.  MUNA AÐ SKRÁ SIG!


TANGO on ICE starts today, Thursday 22nd of September, with a milonga (21:00-01:00) in Iðnó at Vonarstræti 3. DJ will be Michael Lavocah.  More information about milongas and workshops can be found at https://tango.is/2016/02/02/tango-on-ice-2016-program/.  It’s still possible to register for workshops!