Greinasafn fyrir merki: uppsláttur

Heimamilonga 2, – föstudaginn 27. mars

S.l. föstudag 20. mars bauð Hlynur Helgason upp á milongu á netinu  Hér kemur ný tilkynning frá Hlyni:

Við komum til með að endurtaka leikinn á morgun,
föstudaginn  27. mars, frá 9–11.

Milonguna er hægt að hlýða á á vefsíðunni Http://milonga.is
Einnig verður hægt að spila þetta í tónlistarforritum eins og iTunes með slóðinni: http://milonga.is:8000/heimamilonga.m3u

Kl. 10 kemur https://www.facebook.com/profile.php?id=817083631fref=gs__tn__=%2CdK-R-R-R-R-Reid=ARAX9BH0mMNQQfS4FkNbpU6T25gS77JyJp_ItKxwUWJnUvX9A2m4fu9_GZv8KyH7zh4SvbGgUEPnzEjpdti=341149015290hc_location=group til með að hefja Zoom-viðburð þar sem fólk getur tengst og séð hvort annað taka þátt. Hér er linkurinn:
https://eu01web.zoom.us/j/5851449119

Hér eru myndir frá því síðast (20. mars):

Heimamilonga — Tangó á tímum plágunnar

Frá Hlyni Helgasyni:

Sett hefur verið af stað tilraun til að vera með útvarpsmílongu sem kemur í stað hefðbundinnar föstudagsmílongu Tangófélags Reykjavíkur á meðan samkomubann er í gildi vegna Covid-19 veirunnar.

Nú getur fólk kveikt á útvarpinu og dansað saman tvö og tvö í stofunni heima hjá sér án þess að óttast að sýkja aðra.

Mætið endilega klukkan 9 á föstudaginn og dansið til miðnættis, áhyggjulauus heima.

Hægt er að hlusta á útvarpið á Https://milonga.is/

Slóð fyrir spilara: http://milonga.is:8001/heimamilonga.m3u

Twitter-tag: #heimamilonga

Það fer s.s. fram prufa á þessu föstudaginn 20. mars!

Njótið!

Kv. Hlynur.

Tango Intensivo frestað

Eftirfarandi tilkynning hefur borist frá Bryndísi & Hany:

Bestu þakkir fyrir góðar viðtökur á fyrirhuguðu námskeiði
“Tango Intensivo” um páskana. Í ljósi aðstæðna og lokunar landamæra verðum við því miður að fresta því um óákveðin tíma. 
 

Þeir þátttakendur sem þegar hafa skráð sig fá bakfærðar greiðslur og þurfa ekki að hafa samband við Kramhúsið vegna þessa. Við vonumst til að fljótlega verði hægt að endurskipuleggja þetta tangóflug – en til þess þurfa flugsamgöngur að vera komnar í eðlilegan farveg og öll landamæri opin á ný.

Okkur þykir þetta mjög miður en það er ekki annað að gera í stöðunni.
Vil óskum ykkur öllum gleðilegra páska og hlökkum til að sjá ykkur síðar.
Bestu kveðjur
Bryndís og Hany

Námskeiðum slegið á frest / Tango Courses postponed

(English below).

Vegna Kórónaveirunnar hefur verið ákveðið að gera hlé á  tangónámskeiðunum sem hófust 28. febrúar.  Tveir tímar eru að baki og tímarnir fjórir sem eftir standa verða kenndir í maí og verða dagsetningar auglýstar nánar síðar.

Due to the coronavirus outbreak the tango courses which started 28th of February have been postponed.   4 classes remain and these will be taught in May (dates will be advertised later).

16. mars – 16. apríl: Milongur falla niður / milongas cancelled

(English below)

Vegna Kórónaveirunnar hefur stjórn Tangófélagsins
ákveðið að fella niður allar milongur og praktíkur félagsins
á tímabilinu 16. mars til 16. apríl.  
(12. mars, 2020;  uppfært 13. mars)

Due to the coronavirus outbreak the Tango Club
has decided to cancel all its milongas and practicas
from March 16th to April 16th. 

(March 12, 2020; update March 13th)

Maraþon frestast til hausts / Marathon postponed until autumn

English below:

Maraþoni Tangófélagsins sem átti að vera nú í mars hefur verið slegið á frest vegna Kórónaveirunnar. 
Það verður haldið dagana 23. – 25. október.
(uppfært 12. mars, 2020)

The Tango Marathon in Reykjavík which was scheduled to be held this month has been postponed until
October 23rd – 25th.

(Update: March 12th, 2020).