Greinasafn fyrir merki: uppsláttur

Praktíka á sunnudögum (practica on Sundays)

(Please scroll down for English).

Praktíkufélagið auglýsir praktíku á sunnudögum kl. 13:30-15:30 á Sólon, Bankasræti 7a.  Fyrsta praktíkan verður sunnudaginn 23. júní. Aðgangur er ókeypis en þátttakendur eru hvattir til að versla við staðinn þegar þeir mæta á praktíkur.  Ársfjórðungslega mun Praktíkufélagið auglýsa sameiginlega máltíð á Sólon fyrir þá
tangó-vini sem áhuga hafa.
Umsjón hefur Snorri Sigfús Birgisson.

Verið velkomin!

– 0 – 0 – 0 – 0 – 0 – 0 – 0 –

The Practica Club will arrange practicas on Sundays (13:30-15:30) at  Sólon, Bankasræti 7a.   The first practica will take place on June 23rd.  Admission is free but participants are encouraged to buy something at the bar or in the restaurant when they come to practicas.  The Practica Club will advertise a meal at Sólon for interested tango enthusiasts four times a year. 
Host: Snorri Sigfús Birgisson.

Welcome to Sunday practicas!

TangóLógía — nýr vefur

Hlynur Helgason hefur opnað nýjan vef um „Tangófræði“. Á vefnum verða annarsvegar greinar um sögu tangótónlistar og -dans fyrir almenning og áhugasama. Þar ræðir hann helstu atriði sem skipta máli í tengslum við tangó út frá áreiðanlegum heimildum. Hinsvegar verður tæknileg umfjöllun um þau atriði sem skipta máli í tengslum við „tangósnúða“, hvernig best er að ná fram sem bestum gæðum og árangri við spilun á tangótónlist. Sá hluti vefsins er meira sérhæfður og miðaður við þau álitamál sem snúa að þeim sem eru að flytja tónlistina. Að hluta til eru upplýsingar og rannsóknir sem þar birtast innlegg í umræðu um þessi mál á alþjóðavísu. Báðir hlutarnir eru bæði á íslensku og ensku.

Þetta er eins og er upphafið að vef sem kemur til með að vera í vinnslu og þróun næstu misserin. Þegar er komið inn nokkuð efni og það kemur til með að bætast við það smátt og smátt. Þeir sem eru áhugasamir um þessi mál geta skráð sig í áskrift að vefnum og fá þá upplýsingar sendar þegar nýjar færslur birtast.

Vefinn má finna hér: http://artinfo.is/tango/

Ókeypis kynning á föstudögum kl. 21

Tangófélagið býður öllum sem vilja kynna sér tangó að koma á föstudögum kl. 21 í Kramhúsið í opinn tíma sem nefndur er praktíka.  Aðgangur er ókeypis og ekki þarf að skrá sig fyrirfram. Allir eru velkomnir, pör og einstaklingar án dansfélaga og andrúmsoftið er frjálslegt og óformlegt. Þeir sem hafa dansað áður í lengri eða skemmri tíma geta notað þennan tíma til að æfa sig og þeir sem aldrei hafa dansað tangó taka fyrstu skrefin og njóta leiðsagnar sem sniðin er að þörfum hvers og eins. Þetta er tilvalin leið til að nálgast töfraheim tangósins.

Praktíkunni lýkur kl. 22 og þá hefst tangó-ball
(Milonga El Cramo).