Greinasafn fyrir merki: uppsláttur

Á þriðjudögum / On Tuesdays: Milonga de arte

(Please scroll down for English)

Frá stjórn Tangófélagsins:

SÍM, Samband íslenskra myndlistarmanna, hefur boðið Tangófélagi Reykjavíkur að halda milongur, tangódansleiki á þriðjudagskvöldum nú í sumar í SÍM-húsinu, Hafnarstræti 16.

Búið er að skipuleggja 4 vikulega viðburði (“Milonga de arte”) og hefst dagskráin næstkomandi þriðjudag, 16. júní. Þá verður dansað við dynjandi tangótónlist frá 8 til 10 um kvöldið.

Öllum er velkomið að mæta og taka þátt í dansinum og er aðgangseyri stillt í hóf, 1000 kr fyrir þá sem ekki eru í áskrift (áskriftin frá febrúar-maí er í gildi til 30. september).

Ókeypis er á milongur Tangófélagsins fyrir 30 ára og yngri.

Næstkomandi þriðjudagskvöld (16. júní) kemur Hlynur Helgason til með að vera tangósnúður; gestgjafi fyrir hönd Tangófélagsins verður Kristinn Jónsson.
– – – – – – – – – – – – – – – – – –

Following the Covid-break Tango on Tuesdays (“Milonga de arte”) starts on June 16th.

Subscription from February–May is valid until 30 September.

Admission (for those who do not have a subscription): 1.000.
Venue: Hafnarstræti 16

Admission is free for those who are 30 years of age or younger.

Center map

20 ára afmælishátíð 29. ágúst

(Please scroll down for English).

20 ára afmælishátíð félagsins
verður haldin í Iðnó laugardaginn 29. ágúst 2020 og hefst kl. 21:30.

Hin víðfræga tango-hljómsveit Bandonegro mun leika fyrir dansi og Bryndís & Hany munu sýna tango.
B & H verða einnig með kennslu fyrr um daginn.

Nánari upplýsingar verða birtar þegar nær dregur.

– – – – – – – – – – – – – –

20-year anniversary of the Tango Club
will be celebrated in Iðnó on August 29th 2020.
The festivities start at 21:30.  Live music will be performed by
the world renowned tango orchestra Bandonegro
and Bryndís Halldórsdóttir & Hany Hadaya will give a show.
Earlier in the day there will be workshops with B & H.

More information will be posted later.