fbpx
© Hlynur Helgason

Milonga eða practica?

Milonga eða practica – hver er munurinn?

Milonga er alþjóðlegt heiti fyrir stað þar sem fólk kemur til að dansa tangó. Á milongu er tónlistin spiluð í 3-4 laga syrpum, sem kallast tanda. Í hverri töndu eru lög svipaðs eðlis. Þannig getur ein tanda verið í hröðum tangótakti og sú næsta í rólegum, en einnig eru spilaðar töndur í vals- og milongatakti. Þegar töndu lýkur er spilað millistef, cortina. Þá fara pörin af dansgólfinu og tækifæri gefst til að bjóða upp á nýjan leik. Á milongum er annað hvort tangó-diskótekari eða hljómsveit.

Practica er í eðli sínu óformlegri en milonga, enda er þar fyrst og fremst um að ræða tækifæri fyrir fólk að æfa sig. Tónlistin er spiluð án millistefja og fólki er velkomið að staldra við þegar því hentar, prófa sig áfram og spjalla um sporin sem það er að æfa. Stundum er boðið upp á practica með leiðsögn eða stuttri kennslustund í upphafi.

Tango Club Reykjavík