© Hlynur Helgason

Tangóskór / Tango shoes

ENGLISH BELOW

Miklu skiptir að velja sér skó við hæfi til að njóta dansins sem best. Tangóskór eru yfirleitt með leður- eða rússskinnssóla. Leðursóli er heldur sleipari en rússskinnssóli, en það getur verið misjafnt hvað fólki líkar best.

Herraskór eru yfirleitt reimaðir og með 2-4 sentímetra hæl. Mörgum finnst ágætt að dansa á liprum æfingaskóm með sléttum botni.

Dömuskór þurfa að falla vel að fætinum og eru því nær undantekningarlaust með bandi yfir ristina. Hællinn getur verið 4-10 sentímetrar, en algengast er 7-8 sentímetra hæll. Sumum fellur þó best að dansa á flötum botni og margar konur eiga æfingaskó sem henta vel fyrir dans, þannig að þær geti hvílt sig á hælunum öðru hvoru.

Engin verslun býður tangóskó til sölu hérlendis, en skór fyrir samkvæmisdans fást í versluninni Ástund, Háaleitisbraut 68 og í Dansskóla Jóns Péturs og Köru, Valsheimilinu Hlíðarenda. Einnig hefur Rut Ríkey Tryggvadóttir verið með tangóskó frá La Vikinga til sölu. Best er að hafa samband beint við hana í síma 8216929.

Vefverslanir með tangóskó:
Comme il faut
Lisadore
Neotango
Tango republic
El Zapatito
Robin Tara shoes
Tangazos


In order to enjoy the dance, good shoes are important. Tango shoes usually have a sole of leather or suede. The leather sole is more slippery than a suede sole. Which sole is more suitable depends on the dance floor and can also be a matter of personal taste.

Shoes for men are generally laced up and have a 2 – 4 cm heel. Some prefer smooth training shoes.

Shoes for women must not be too loose and therefore usually have some sort of ankleband. The heel can be 4 – 10 cm, but the most common is 7 – 8 cm heel. Some prefer flat shoes for dancing and many women have a pair of dance sneakers to use when they need a rest from the high heels.

Tango shoes are not for sale in any shop in Iceland, but shoes for ballroom dancing are available at Ástund, Háaleitisbraut 68 and at Dansskóli Jóns Péturs og Köru at Valsheimilið at Hlíðarendi. Rut Ríkey Tryggvadóttir sometimes has tango shoes from Helen La Vikinga for sale. One can make an appointment for shoe shopping by calling Rut on 8216929.

On-line shops:
Comme il faut
Lisadore
Neotango
Tango republic
El Zapatito
Robin Tara shoes
Tangazos