fbpx
© Hlynur Helgason

Gott að vita / Practical things

ENGLISH BELOW

Milonga eða practica – hver er munurinn?

Milonga er alþjóðlegt heiti fyrir stað þar sem fólk kemur til að dansa tangó. Á milongu er tónlistin spiluð í 3-4 laga syrpum, sem kallast tanda. Í hverri töndu eru lög svipaðs eðlis. Þannig getur ein tanda verið í hröðum tangótakti og sú næsta í rólegum, en einnig eru spilaðar töndur í vals- og milongatakti. Þegar töndu lýkur er spilað millistef, cortina. Þá fara pörin af dansgólfinu og tækifæri gefst til að bjóða upp á nýjan leik. Á milongum er annað hvort tangó-diskótekari eða hljómsveit.

Practica er í eðli sínu óformlegri en milonga, enda er þar fyrst og fremst um að ræða tækifæri fyrir fólk að æfa sig. Tónlistin er spiluð án millistefja og fólki er velkomið að staldra við þegar því hentar, prófa sig áfram og spjalla um sporin sem það er að æfa. Stundum er boðið upp á practica með leiðsögn eða stuttri kennslustund í upphafi.


Milonga or practica – what is the difference?

Places where people gather to dance tango are called a milonga. At a milonga the music is played in sets of 3 – 4  songs, such a set is called tanda. The songs within each tanda have a similar character. While one tanda may have a rather fast tangorythm the next one may consist of slower songs. Then there are some tandas with songs of tango vals or milonga. After each tanda there is a short interlude of different music, a cortina. During the cortina the dancers leave the dance floor and find new dance partners for the next tanda. At a milonga the music is played by a tango DJ or a live orchestra.

At a practica people come together with the purpose of practicing their tango skills. The music is played without cortinas and people may stop to repeat and discuss the steps or technique they are practicing. A practica may include a short lesson. At a guided practica a teacher or experienced dancer is present to answer questions that arise and assist the dancers in their struggle to become better dancers.

Tango Club Reykjavík