Tangófélagið býður öllum sem vilja kynna sér tangó að koma í Kramhúsið í opinn tíma sem nefndur er praktíka. Aðgangur er ókeypis og ekki þarf að skrá sig fyrirfram. Allir eru velkomnir, pör og einstaklingar án dansfélaga og andrúmsoftið er frjálslegt og óformlegt. Þeir sem hafa dansað áður í lengri eða skemmri tíma geta notað þennan tíma til að æfa sig og þeir sem aldrei hafa dansað tangó taka fyrstu skrefin og njóta leiðsagnar sem sniðin er að þörfum hvers og eins. Þetta er tilvalin leið til að nálgast töfraheim tangósins.
Praktíkan er haldin í tengslum við tangóball Tangófélagsins
(Milonga El Cramo) sem er á föstudagskvöldum. Praktíkan hefst kl. 21 og henni lýkur kl. 22 þegar Mílonga El Cramo hefst.