Kennitala félagsins er: 480500-3180
Bankareikningur: 0303-26-002215
Netfang félagsins er: tangofelagid ((at)) gmail.com
Tangófélagið á Facebook: https://www.facebook.com/Tango-Club-Reykjavik-Iceland-299118553471649/
Helgi Guðmundsson (formaður)
Hlynur Helgason (gjaldkeri).
Tangófélagið var stofnað í apríl árið 2000 af nokkrum áhugasömum dönsurum, með það markmið að efla argentínskan tangó á Íslandi. Félagið stendur fyrir tangóballi (milongu) í Iðnó öll þriðjudagskvöld (19:00-21:00) og á föstudagskvöldum er tangó á vegum félagsins í Kramhúsinu (El Cramo). Stærstu árlegir viðburðir á vegum félagsins eru tangómaraþonið Reykjvík Tango Marþon í febrúar/mars og alþjóðlega tangóhátíðin Tango on Ice sem haldin er í ágúst eða september.
Allt starf í þágu félagsins er unnið í sjálfboðavinnu og örlæti og dugnaður fjölmargra félagsmanna gera félaginu kleift að halda uppi öflugri starfsemi árið um kring. Tekjur af félagsgjöldum og milongum eru notaðar til að borga húsaleigu fyrir milongur félagsins og greiða niður stærri viðburði á borð við tangóhátíð og tangómaraþon.