Svanhildur „Svana“ Valsdóttir

Svana heillaðist af tangó í Kaupmannahöfn árið 2000, þar sem hún bjó um tíma. Lærimeistararnir voru Ole og Diane Toxværd og Aldo og Susanne. Hún fór strax til Mekku tangósins, Buenos Aires, þar sem hún bjó mestan hluta ársins í 9 ár; lærði hjá meisturum eins og Gustavo Naveira og Gisell Ann, Ariadna og Federico Naveira, Mariano „Chicho“ Frumboli, Julio og Corina Balmaseda, Pablo Inza, Javier Rodriguez og Geraldine Rochas og mörgum fleiri. Það var lán að á þessum tíma var tangóinn ekki orðin svo vinsæll í Evrópu eins og hann varð nokkrum árum síðar og því aðgangur að bestu kennurum greiður og þeir tíðir gestir á milongum borgarinnar, eins og hverjir aðrir dansarar. Síðan 2009 hefur Svana kennt tangó á Íslandi, séð reglulega um praktikur/milongur, fengið erlenda kennara í heimsókn  og verið DJ bæði heima á Íslandi og erlendis. Hún hefur ferðast mikið um Evrópu og kynnst milongum og dansháttum þar. Hún leikur aðallega hefðbundna tangótónlist, elskar Pugliese en reynir að gera öllum til geðs með fjölbreyttu vali hljómsveita og tímabila.


 

Svana’s enchantment with tango began while she lived in Copenhagen in 2000, where she became acquainted with teachers Ole & Diane Toxværd, and Aldo & Susanne. Shortly thereafter she moved to Buenos Aires where she lived for almost 9 years. Among her teachers there were Gustavo Naveira & Gisell Ann, Ariadna & Federico Naveira, Mariano „Chicho“ Frumboli, Julio & Corina Balmaseda, Pablo Inza, Javier Rodriguez & Geraldine Rochas. At that time, tango had not gained its current popularity why access to the best and most popular tango teachers was considerably easier than it is today. Since 2009 Svana has been one of the main tango teachers in Iceland, arranged regular milongas and practicas as well as courses with invited teachers from abroad. As DJ she plays regularly at Tango Club Reykjavik and The Tangoadventure Club as well as internationally. She plays mainly popular and danceable classical music with emphasis on lyrical music.