fbpx
© Hlynur Helgason

Tangóskór

Miklu skiptir að velja sér skó við hæfi til að njóta dansins sem best. Tangóskór eru yfirleitt með leður- eða rússskinnssóla. Leðursóli er heldur sleipari en rússskinnssóli, en það getur verið misjafnt hvað fólki líkar best.

Herraskór eru yfirleitt reimaðir og með 2-4 sentímetra hæl. Mörgum finnst ágætt að dansa á liprum æfingaskóm með sléttum botni.

Dömuskór þurfa að falla vel að fætinum og eru því nær undantekningarlaust með bandi yfir ristina. Hællinn getur verið 4-10 sentímetrar, en algengast er 7-8 sentímetra hæll. Sumum fellur þó best að dansa á flötum botni og margar konur eiga æfingaskó sem henta vel fyrir dans, þannig að þær geti hvílt sig á hælunum öðru hvoru.

Engin verslun býður tangóskó til sölu hérlendis, en skór fyrir samkvæmisdans fást í versluninni Ástund, Háaleitisbraut 68 og í Dansskóla Jóns Péturs og Köru, Valsheimilinu Hlíðarenda. Einnig hefur Rut Ríkey Tryggvadóttir verið með tangóskó frá La Vikinga til sölu. Best er að hafa samband beint við hana í síma 8216929.

Vefverslanir með tangóskó:
Comme il faut
Lisadore
Neotango
Tango republic
El Zapatito
Robin Tara shoes
Tangazos

Tango Club Reykjavík