TangóLógía — nýr vefur

Hlynur Helgason hefur opnað nýjan vef um „Tangófræði“. Á vefnum verða annarsvegar greinar um sögu tangótónlistar og -dans fyrir almenning og áhugasama. Þar ræðir hann helstu atriði sem skipta máli í tengslum við tangó út frá áreiðanlegum heimildum. Hinsvegar verður tæknileg umfjöllun um þau atriði sem skipta máli í tengslum við „tangósnúða“, hvernig best er að ná fram sem bestum gæðum og árangri við spilun á tangótónlist. Sá hluti vefsins er meira sérhæfður og miðaður við þau álitamál sem snúa að þeim sem eru að flytja tónlistina. Að hluta til eru upplýsingar og rannsóknir sem þar birtast innlegg í umræðu um þessi mál á alþjóðavísu. Báðir hlutarnir eru bæði á íslensku og ensku.

Þetta er eins og er upphafið að vef sem kemur til með að vera í vinnslu og þróun næstu misserin. Þegar er komið inn nokkuð efni og það kemur til með að bætast við það smátt og smátt. Þeir sem eru áhugasamir um þessi mál geta skráð sig í áskrift að vefnum og fá þá upplýsingar sendar þegar nýjar færslur birtast.

Vefinn má finna hér: http://artinfo.is/tango/