Breytingar í stjórn, alternatíf milongur og starfið framundan

Ágætu félagar!
Við í stjórn tangófélagsins viljum láta ykkur vita af því sem hefur gerst í starfi félagsins undanfarið og varpa fram hugmyndum um mögulega viðburði framundan.

Breytingar í stjórn

Nokkur umskipti hafa orðið í stjórn félagsins undanfarið:

Daði Harðarson, sem hefur verið ötull með okkur í stjórn, sagði sig úr  stjórn í mars til þess að geta sinnt sínum eigin málum betur. Við þökkum honum kærlega sitt  framlag.

Roxana Cziker, sem formaður félagsins baðst síðan undar frekari setu í stjórn í apríl. Hún hefur staðið í ströngu sem formður og átt mikinn þátt í vinnu við skipulagningu Tango on Ice auk þess að leiða starf við endurskipulagningu félagsins og þróunarvinnu. Við hin í stjórninni þökkum henni kærlega sitt framlag. Það er missir af því að geta ekki lengur notið krafta hennar við.

Í stað þeirra tveggja höfum við farið á leit við Helga Guðmundsson að koma inn í stjórnina til að styrkja hana fram á haust. Hann kemur til með að sinna starfi formanns á þessu tímabili.

Starfið framundan

Við erum eins og er að leggja drög að starfi félagsins í sumr og næsta ve

Skráning í Tango on Ice, sem verður um mánaðamótin ágúst-september, er farin vel af stað. Við skorum á fólk að skrá sig sem fyrst til að treyggja sér þáttöku.

Maraþonið, sem við frestuðum í apríl, hefur verið skipulagt í október, þannig að þá getur fólk séð fram á hörkudans í nokkra daga.

Milongur sem við höfum verið með á Kex Hosteli á sunnudögum hafa mælst vel fyrir. Við ákváðum að nýta tækifærið þar með því að kynna breyttar áherslur og prófa að spila alternatíf tónlist á þessum milongum. Það hefur gengið vel hingað til og áformum við að halda þeim áfram í sumar.

Við komum einnig til með að endurvekja tangó á Bríetartorgi í sumar og stefnum að því dansa út a.m.k. einu sinni í mánuði, tilkynnt með stuttum fyrirvara þegar vel viðrar.

Til stendur að halda áfram samstarfi við Tangóstúdíó Bryndísar og Hany um First step milonga næsta vetur, en þær eru hugsaðar til að kynna nýja dansara fyrir tangósamfélaginu. Ætlunin er að skipuleggja þrjá slíka viðburði á hverju misseri.

Auk þessa erum við með aðra viðburði til skoðunar, mögulega tangóhelgi úti á landi og sameiginleg ferðalög til útlanda.

Allar hugmyndir um slíkt starf eru vel þegnar. Ef þið lumið á góðum hugmyndum sendið okkur endilega línu á tangofelagid@gmail.com.