Heil og sæl,
Aðalfundur Tangófélagsins verður haldinn næstkomandi föstudagskvöld, þann 11. október.
Staður: Kramhúsið
Tími: 19.30 –20.30.
Við dönsum svo Föstudagsmilongu í beinu framhaldi af fundi.
Dagskrá
-
Fundarstjóri ákveðinn.
-
Skýrsla stjórnar.
-
Ársreikningar félagsins fyrir síðasta starfsár lagðir fram.
-
Breytingar á starfsreglum félagsins.
-
Lagðar hafa verið fram tvær lagabreytingatillögur, sjá hér fyrir neðan.
-
Kosning stjórnar og skoðunarmanns.
-
Ákvörðun árgjalds
-
Starfs- og fjárhagsáætlun.
-
Fastar milongur.
-
Stærri viðburðir.
-
Helstu kostnaðarliðir.
-
Önnur mál.
Við viljum hvetja félagsmenn sérstaklega til að mæta og óskum eftir fólki tilbúið að gefa kost á sér í stjórnina næsta starfsárið. Það liggur fyrir að tveir í núverandi stjórn munu víkja, og því 3 sæti laus.
Sjáumst hress,
Stjórn 2023–2024
…
Tillögur að breyttum starfsreglum.
Tillaga 1:
10. grein hljóðar svona:
Aðalfundur kýs fimm stjórnarmenn úr hópi atkvæðisbærra félagsmanna. Stjórnin skiptir með sér verkum.
Lagt er til að eftirfarandi málsgrein verði bætt við:
Hætti stjórnarmaður störfum milli aðalfunda skal kjósa mann í hans stað á félagsfundi.
Verði þessi viðbót samþykkt á aðalfundi mun greinin líta svona út eftir breytinguna:
10. gr.
Aðalfundur kýs fimm stjórnarmenn úr hópi atkvæðisbærra félagsmanna. Stjórnin skiptir með sér verkum. Hætti stjórnarmaður störfum milli aðalfunda skal kjósa mann í hans stað á félagsfundi.
Tillaga 2:
Lagt er til að kjósa þrjá aðalmenn í stjórn og tvo varamenn sem að öllu jöfnu gætu sótt stjórnarfundi.
Greinin eftir breytingu hljóðaði þá svona:
Aðalfundur kýs þrjá stjórnarmenn og tvo til vara úr hópi atkvæðisbærra félagsmanna. Stjórnin skiptir með sér verkum. Varamenn hafa rétt á að sækja stjórnarfundi.
|