11. okt. – 19:30: Aðalfundur (opinn félögum). Praktíkan fellur niður / Practica is cancelled

Praktíkan fellur niður 11. október vegna aðalfundar Tangófélagsins sem einungis er opinn meðlimum félagsins.

The Practica is cancelled on October 11th due to the Tango Club’s annual general meeting (members only).

Frá stjórn Tangófélagsins:

Aðalfundarboð

Heil og sæl,

Aðalfundur Tangófélagsins verður haldinn næstkomandi föstudagskvöld, þann 11. október.

Staður: Kramhúsið

Tími: 19.30 –20.30.

Við dönsum svo Föstudagsmilongu í beinu framhaldi af fundi.

 

Dagskrá

  1. Fundarstjóri ákveðinn.

  2. Skýrsla stjórnar.

  3. Ársreikningar félagsins fyrir síðasta starfsár lagðir fram.

  4. Breytingar á starfsreglum félagsins.

    1. Lagðar hafa verið fram tvær lagabreytingatillögur, sjá hér fyrir neðan.

  5. Kosning stjórnar og skoðunarmanns.

  6. Ákvörðun árgjalds

  7. Starfs- og fjárhagsáætlun.

    1. Fastar milongur.

    2. Stærri viðburðir.

    3. Helstu kostnaðarliðir.

  8. Önnur mál.

Við viljum hvetja félagsmenn sérstaklega til að mæta og óskum eftir fólki tilbúið að gefa kost á sér í stjórnina næsta starfsárið.  Það liggur fyrir að tveir í núverandi stjórn munu víkja, og því 3 sæti laus.

Sjáumst hress, 

Stjórn 2023–2024

… 

Tillögur að breyttum starfsreglum.

 

Tillaga 1:

10. grein hljóðar svona:

Aðalfundur kýs fimm stjórnarmenn úr hópi atkvæðisbærra félagsmanna. Stjórnin skiptir með sér verkum.

Lagt er til að eftirfarandi málsgrein verði bætt við:

Hætti stjórnarmaður störfum milli aðalfunda skal kjósa mann í hans stað á félagsfundi.

 

Verði þessi viðbót samþykkt á aðalfundi mun greinin líta svona út eftir breytinguna:

10. gr.

Aðalfundur kýs fimm stjórnarmenn úr hópi atkvæðisbærra félagsmanna. Stjórnin skiptir með sér verkum.  Hætti stjórnarmaður störfum milli aðalfunda skal kjósa mann í hans stað á félagsfundi.

 

Tillaga 2:

Lagt er til að kjósa þrjá aðalmenn í stjórn og tvo varamenn sem að öllu jöfnu gætu sótt stjórnarfundi.

Greinin eftir breytingu hljóðaði þá svona:

Aðalfundur kýs þrjá stjórnarmenn og tvo til vara  úr hópi atkvæðisbærra félagsmanna. Stjórnin skiptir með sér verkum. Varamenn hafa rétt á að sækja stjórnarfundi.