Kramhúsið auglýsir tvö tangónámskeið

Kramhúsið auglýsir tvö 6 vikna tangónámskeið sem hefjast
15. september n.k.  Kennt verður einu sinni í viku, á föstudagskvöldum.  Byrjendanámskeið verður kl. 20–21 og framhaldsnámskeið kl. 21–22. Nauðsynlegt er að hafa danspartner á námskeiðunum.  Kennarar eru Tryggvi Hjörvar og Þórunn Sævarsdóttir.  Nánari upplýsingar eru á heimasíðu Kramhússins og þar er hægt að skrá sig á námskeið:
http://www.kramhusid.is/events/tango/.
Upplýsingar um verð er að finna hér:
http://www.kramhusid.is/verdskra/
Einstaklingar sem vilja taka þátt í námskeiði en vantar dansfélaga geta nýtt sér Facebook-hóp sem nefnist Tango club Reykjavík – Partnersearch:
https://www.facebook.com/groups/579335245422129/

Tangó-dansleikur nefnist ‘milonga’ og Tangófélagið stendur fyrir milongu í Kramhúsinu í viku hverri á föstudagskvöldum kl. 21–24  (Skólavörðustíg 12, bakvið Bergstaðastræti 7) .  Félagið býður þátttakendum á námskeiði Kramhússins ókeypis aðgang að öllum milongum þess á meðan á námskeiðum stendur.   Sérstök athygli er vakin á því að á milli kl. 21 og 22 á föstudögum er svokölluð ‘praktíka’ (eða æfinga-stund) í Kramhúsinu.   Þá er tilvalið að æfa nýju sporin sem kennd voru á byrjendanámskeiðinu (kl. 20) hjá Tryggva og Þórunni og fyrir þátttakendur í framhaldsnámskeiðinu liggur beint við að halda áfram að dansa á mílongu Tangófélagsins frá og með
kl. 22 (þegar námskeiðinu lýkur).

behind Bergstaðastræti 7.