Örnámskeið fyrir byrjendur 16. & 17. mars

(English below).

Kynningartími / örnámskeið á vegum Tinnu og Jóa
16.  og 17. mars.

16. – 18. mars n.k. verður Tangómaraþon á Hallveigarstöðum á vegum Tangófélagsins.  Upplýsingar um Tangómaraþonið eru hér.

Í tengslum við maraþonið verða Tinna og Jói með kynningartíma / örnámskeið fyrir byrjendur í Kramhúsinu  föstudaginn 16. mars,  kl. 21:15-22:15 og á Hallveigarstöðum laugardaginn 17. mars kl. 13:00-14:00. Allir eru velkomnir, jafnt pör sem einstaklingar án dansfélaga.   Verðið er 3000 krónur á mann fyrir 2 x 60  mínútur.  Innifalið í verðinu er ókeypis aðgangur að tveimur  milongum á Tangómaraþoninu: föstudagsmilongunni og síðdegis-milongunni á laugardeginum (kl. 14:00-18:00).  Að loknu föstudags-námskeiðinu er meiningin að þeir úr hópnum, sem þess óska, gangi saman frá Kramhúsinu að Hallveigarstöðum.  Þátttakendur á örnámskeiðinu sem vilja taka þátt í kvöldverðinum kl. 18:00-20:00 á laugardeginum eru hjartanlega velkomnir og greiða aukalega 1.000,- kr. fyrir matinn.
Þátttakendur eru beðnir um að skrá sig á námskeiðið með tölvupósti á tangofelagid@gmail.com og taka fram hvort þeir ætli að vera með í kvöldverðinum.

Vinsamlegast sendið greiðslu með millifærslu á bankareikning Tangófélagsins og tölvupóstkvittun á netfangið: tangofelagid@gmail.com með skýringu á því fyrir hvað verið er að greiða.  Ekki er tekið við greiðslukortum við innganginn – og millifærsla er þægilegasti greiðslumátinn fyrir Tangófélagið.

Bankanúmer:  0303-26-002215
Kt: 480500-3180.

 

———————

An introductory class to Argentine tango
March 16th & 17th.
The Tango Club is arranging a Tangomarathon in Reykjavik on
March 16th – 18th.
Information about all events on the marathon can be found. Information about all events on the marathon can be found here.

Along with the events of the weekend Tinna & Jói will give an introductory class to Argentine tango in  Kramhúsið (Skólavörðustígur 12, off Bergstaðastræti) on Friday 16th of March 21:15-22:15 and in Hallveigarstaðir on Saturday 17th of February at 13:00-14:00.  Admission fee is 3.000 ISK per person for 2 x 60 minutes classes.  Everyone is welcome, both couples and also individuals without dancing partners.   Participants are offered free admission to two milongas on the Tangomarathon: The  milonga at Hallveigarstaðir on Friday March 16th and also to the afternoon-milonga on Saturday March 17th (14:00-18:00).  Particpants who wish to take part in the dinner on Saturday (at 18:00-20:00) are very welcome and pay 1.000 kr. extra. Please register by e-mail to tangofelagid@gmail.com (and please let us know if you plan to take part in the dinner).
CreditCards are not accepted at the entrance door.

It is possible to deposit payment in advance to the bank account of the Tango Club.

The numbers are as follows:
Banknumbers (Bank  –  Ldgr.  –  Acct.-No.):  0303 – 26 – 002215;
Id. No. (Kennitala): 480500-3180.

Please accompany your payment with a Notification to this e-mail address tangofelagid@gmail.com explaining in the message-box what is being payed for. –(It’s also possible to pay with cash at the entrance door).

———0000————0000——————