Aukið samstarf Tangófélagsins og Tangóævintýrafélagsins

Frá stjórn Tangófélagsins:

Síðustu mánuðina hafa stjórnir Tangófélagsins og Tangóævintýrafélagsins rætt ýmsar leiðir til að nýta takmarkaða krafta sem best í þágu tangóiðkunar á Íslandi.

Ákveðið hefur verið að stefna ekki að sameiningu félaganna að sinni, heldur vinna þéttar saman en verið hefur. Eftirtaldar aðgerðir hafa verið ræddar, en eins og sjá má er framkvæmd þeirra misjafnlega langt komin:

1. Mánudagsmilongurnar hafa verið lagðar af og fólki beint yfir á þriðjudagsmilongurnar. Komið til framkvæmda.
2. Kynningartímar á undan þriðjudagsmilongunum, svipað og áður var á Kaffitári. Er í vinnslu.
3. Hvetja félaga Tangófélagsins til að taka virkan þátt í og hafa umsjón með sunnudagspraktíkunni. Þessi frétt er liður í þeirri hvatningu.
4. Félögin auglýsa alla viðburði og starfsemi hvors annars. Er í vinnslu.
5. Stöku Milongur sniðnar að barnafólki, en sem henta líka öðrum. Er í vinnslu.
6. Stöku „alternative“ milongur, t.d. á mánudagskvöldum á Sólon. Er í skoðun.
7. Formanni Tangóævintýrafélagsins hefur verið boðið að sitja stjórnarfundi Tangófélagsins. Komið til framkvæmda.