Tangó námskeið Kramhússins hefjast 13. og 14. september

(English below)

Kramhúsið auglýsir byrjendanámskeið og framhaldsnámskeið í tangó.

Kennt verður einu sinni í viku, byrjendanámskeiðið verður á föstudagskvöldum kl. 20:00-21:00 (hefst 14. september) og framhaldsnámskeiðið verður á fimmtudagskvöldum kl. 21:15 (hefst 13. september).  – Allir eru velkomnir, bæði pör og einsktaklingar án dansfélaga.

Kennarar eru: Tinna & Jói.  Nánari upplýsingar eru á heimasíðu Kramhússins og þar er hægt að skrá sig á námskeið:
http://www.kramhusid.is/events/tango/.

Námskeiðin eru hvort um sig 6 vikur að lengd.

Tangó-dansleikur nefnist ‘milonga’ og Tangófélagið stendur fyrir milongu (El Cramo) í Kramhúsinu í viku hverri á föstudagskvöldum kl. 21–24 og í Iðnó á þriðjudagskvöldum (sjá nánar hér).  Félagið býður þátttakendum á námskeiði Kramhússins ókeypis aðgang að öllum milongum þess á meðan á námskeiðum stendur.   Sérstök athygli er vakin á því að á milli kl. 21 og 22 á föstudögum er svokölluð ‘practica’ (eða æfinga-stund) í Kramhúsinu.   Á meðan námskeið Kramhússins standa munu Tinna & Jói hafa umsjón með practicunum.  Þá er tilvalið að æfa nýju sporin!

Heimilisfang Kramhússins:
Skólavörðustígur 12, gengið inn frá Bergstaðastræti.

——————————

Kramhúsið announces tango classes starting September 13th (intermediary) and September 14th (beginners).
For more information contact
Kramhúsið (Tel. 551-5103 / kramhusid@kramhusid.is).

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.