Þriðjudagar / Tuesdays: Milonga de arte

(Please scroll down for English)

Frá stjórn Tangófélagsins:

SÍM, Samband íslenskra myndlistarmanna, hefur boðið Tangófélagi Reykjavíkur að halda milongur, tangódansleiki á þriðjudagskvöldum nú í sumar í SÍM-húsinu, Hafnarstræti 16.

Búið er að skipuleggja 4 vikulega viðburði („Milonga de arte“) og hefst dagskráin næstkomandi þriðjudag, 16. júní. Þá verður dansað við dynjandi tangótónlist frá 8 til 10 um kvöldið.

Öllum er velkomið að mæta og taka þátt í dansinum og er aðgangseyri stillt í hóf, 1000 kr fyrir þá sem ekki eru í áskrift (áskriftin frá febrúar-maí er í gildi til 30. september).

Ókeypis er á milongur Tangófélagsins fyrir 30 ára og yngri.

Næstkomandi þriðjudagskvöld (16. júní) kemur Hlynur Helgason til með að vera tangósnúður; gestgjafi fyrir hönd Tangófélagsins verður Kristinn Jónsson.
– – – – – – – – – – – – – – – – – –

Following the Covid-break Tango on Tuesdays („Milonga de arte“) starts on June 16th.

Subscription from February–May is valid until 30 September.

Admission (for those who do not have a subscription): 1.000.
Venue: Hafnarstræti 16

Admission is free for those who are 30 years of age or younger.

Hafnarstræti 16, Reykjavik, Höfuðborgarsvæðið, Iceland