Tangókvöld á Hótel Kviku í Ölfusi 18. mars (uppfært 12. mars: frestur framlengdur)

Frá stjórn Tangófélagsins
(uppfært 12. mars):

Tangókvöld á Hótel Kviku í Ölfusi.

Nú er kominn tími til að halda upp á endalok samkomutakmarkana, gleðjast saman og dansa fram á nótt. Til tilbreytingar hefur Tangófélagið ákveðið að halda föstudagsmilonguna þann 18.mars á nýjum stað, með mat, drykk og gistingu. Staðurinn er Hótel Kvika í Ölfusi, mitt á milli Hveragerðis og Þorlákshafnar. Aðstaðan hentar vel fyrir viðburð sem þennan.

Þetta er dagskrá kvöldsins:

15-18 Innritun og slappað af í heitum potti
18:00 Kvöldklæðnaður settur upp
18:30 Upphitun á barnum
19:00 Borðhald hefst
21-24 Milonga, DJ Þórður
22:30 Tangósýning Tinna og Hjalti

Kvöldverður, gisting og morgunverður kostar 33.000 kr fyrir tvo í herbergi, en 22.500 kr fyrir einn í herbergi. Í boði eru hjónaherbergi og tveggja rúma herbergi. Bókanir eru á https://app.thebookingfactory.com/hotel-kvika/book/tango-night#/choose-dates

Hægt er að bóka bara í mat og milongu (verð: 7.500 kr.), en það þarf að gera fyrirfram með tölvupósti á asdis@hotelkvika.is

Á matseðlinum er þríréttaður málsverður:
humarsúpa-lambasteik-eftirréttur
.

Frestur til að bóka gistingu og mat er til 16. mars.
Enn (12. mars) eru örfá herbergi laus.

 

Ölfusi, Iceland