Tangóhelgi með Bryndísi & Hany 18. og 20. nóv

Tangóhelgi með Bryndísi og Hany, 18. og 20. nóv. 2022.
Staður: Kramhúsið, Skólavörðustíg 12.

Þrjú námskeið, föstudag og sunnudag.
Skráning með partner.
Hámarksfjöldi á hvert námskeið 12 pör.

Námskeiðsgjald greiðist inn á reikning Tangófélagsins.
Bankanúmer: 0370-26-036027
Kt: 480500-3180.
Einnig hægt að greiða með seðlum við innganginn föstudaginn 18. nóv.

Verð:
x1 námskeið: 3.600,- (á mann)
x3 námskeið: 9.800,- (á mann)

BÓKUNARSÍÐA HÉR / BOOKING HERE

Dagskrá:

Föstudagur 18. nóv. kl 20.00-21.30.

Kjarni tangósins: Faðmlag og tónlistartúlkun
Level: Opið öllum

Argentínskur tango á uppruna sinn í tangótónlist og faðmlagi (Abrazo). Dansinn verður til þegar parið spinnur dansinn saman í takt við tónlistina. Sá sem leiðir gefur impúlsinn og sá
sem fylgir bregst við. Þannig verður hver dans einstakur.

Á þessu námskeiði leggjum við áherslu á grunnatriði tónlistartúlkunar og faðmlagið og kontakt sem virkar vel. Við gerum æfingar með tempó og vinnum jafnframt með líkamsstöðu og grunntækni.

Námskeiðið er byggt upp á einföldum skrefum yfir í flóknari, svo allir fá eitthvað við sitt hæfi.

Markmið námskeiðsins er að auka skilning á hvernig við fylgjum tónlistinni og aukum þar með gæði dansins sem gerir hann ánægjulegri fyrir bæði.

Sunnudagur 20. nóv

13.00-14.30
Algengustu tangósporin
Level: Byrjendur / Intermediate.

Námskeið fyrir þá sem hafa tekið nokkra kynningartíma eða byrjendanámskeið. Hentar einnig vel þeim sem vilja bæta grunnatriði og rifja upp skref.

Á þessu námskeiði kennum við skref sem eru hvað oftast dönsuð og er auðvelt að aðlaga að mismunandi tónlist. Ocho cortado, cruzado og parada eru meðal þess sem ætti að sitja vel í skrefabanka allra tangodansara og auðveldar spuna og gott flæði.

14.45-16.15
Cambio de direcciones & leikur með lausa fótinn.
Level: Intermediate/Advanced.

Þegar leiðandinn breytir um átt (Cambio de direcciones) verður til dynamiskt element sem er óvænt og spennandi. Þá opnast einnig möguleikar fyrir fylgjandann að fegra dansinn með lausa fætinum.

Á þessu námskeiði kennum við nokkur dæmi um breytingu á átt og hvernig fylgjandinn getur brugðist við. Við munum æfa nokkur dæmi um skrauthreyfingar fyrir fylgjendur.

Markmið námskeiðsins er að finna hvernig parið getur skapað dansinn saman og verið hvort öðru innblástur.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.