Practilonga: Nýjung á mánudögum kl. 18-20.

Please scroll down for English:

Frá stjórninni:
¡Practilonga! – Nýjung hjá Tangófélaginu á mánudögum

Það er okkur sönn ánægja að kynna nýja nálgun, practilongu, á mánudagskvöldunum okkar! Frá og með mánudeginum 3. nóvember verðum við á mánudögum frá 18 til 20 í Iðnó. Þetta býður fólki upp á meiri sveigjanleika. Nú getur fólk komið og dansað beint eftir vinnu eða áður en önnur kvöldplön taka við.

Hvað annað fela breytingarnar í sér? Við höfum breytt viðburðinum okkar í „practilongu“ — sem þýðiðr afslappaðra og óformlegra andrúmsloft þar sem áherslan er á að dansa, læra og njóta tónlistarinnar saman. Ólíkt hefðbundinni milongu með formlegri uppbyggingu og siðareglum, einkennist practilonga af frjálslegu og félagslegu andrúmslofti. Það er minni pressa til að sýna sig og sanna og meira svigrúm til að gera tilraunir, tengjast öðrum dönsurum og einfaldlega hafa gaman af tangótilraunum.

Hvort sem þú ert byrjandi sem er að byggja upp eigið sjálfstraust eða vanur dansari sem vill slaka á um miðja viku, þá er ¡practilonga! eitthvað sem hentar fyrir þig. Þetta er prýðileg viðbót við það sem verður áfram meginviðburður félagsins, Milonga & Practica El Cramo á föstudagskvöldum — practilongan á mánudögum gefur ykkur tækifæri til að dansa, æfa ykkur og vera virkur hluti af tangósamfélaginu okkar í afslöppuðu umhverfi.

Sjáumst sem flest á mánudögum í Iðnó frá 18 til 20!

Tangófélagið

——————

¡Practilonga! – A New Monday Experience

We’re excited to introduce a fresh take on our Monday evening gatherings! Starting this month, ¡Practilonga! will move to a new time slot: Mondays from 6pm to 8pm at Iðnó, giving you more flexibility to join us straight from work or before your evening plans.

What’s different? We’ve transformed our event into a practilonga—a more relaxed, informal atmosphere where the focus is on dancing, learning, and enjoying the music together. Unlike a traditional milonga with its formal structure and etiquette, a practilonga embraces a casual, social vibe. There’s less pressure to perform and more space to experiment, connect with partners, and simply have fun with tango.

Whether you’re a beginner looking to build confidence or an experienced dancer wanting to unwind mid-week, ¡Practilonga! welcomes you. It’s the perfect complement to our main event, Milonga & Práctica El Cramo, on Friday evenings—a chance to dance, practice, and be part of our tango community in a laid-back setting.

See you on Mondays at Iðnó from 18:00 to 20:00!

Tango Club Reykjavík