Allar færslur eftir Snorri Sigfús Birgisson

Heimamilonga — Tangó á tímum plágunnar

Frá Hlyni Helgasyni:

Sett hefur verið af stað tilraun til að vera með útvarpsmílongu sem kemur í stað hefðbundinnar föstudagsmílongu Tangófélags Reykjavíkur á meðan samkomubann er í gildi vegna Covid-19 veirunnar.

Nú getur fólk kveikt á útvarpinu og dansað saman tvö og tvö í stofunni heima hjá sér án þess að óttast að sýkja aðra.

Mætið endilega klukkan 9 á föstudaginn og dansið til miðnættis, áhyggjulauus heima.

Hægt er að hlusta á útvarpið á Https://milonga.is/

Slóð fyrir spilara: http://milonga.is:8001/heimamilonga.m3u

Twitter-tag: #heimamilonga

Það fer s.s. fram prufa á þessu föstudaginn 20. mars!

Njótið!

Kv. Hlynur.

Tango Intensivo frestað

Eftirfarandi tilkynning hefur borist frá Bryndísi & Hany:

Bestu þakkir fyrir góðar viðtökur á fyrirhuguðu námskeiði
„Tango Intensivo“ um páskana. Í ljósi aðstæðna og lokunar landamæra verðum við því miður að fresta því um óákveðin tíma. 
 

Þeir þátttakendur sem þegar hafa skráð sig fá bakfærðar greiðslur og þurfa ekki að hafa samband við Kramhúsið vegna þessa. Við vonumst til að fljótlega verði hægt að endurskipuleggja þetta tangóflug – en til þess þurfa flugsamgöngur að vera komnar í eðlilegan farveg og öll landamæri opin á ný.

Okkur þykir þetta mjög miður en það er ekki annað að gera í stöðunni.
Vil óskum ykkur öllum gleðilegra páska og hlökkum til að sjá ykkur síðar.
Bestu kveðjur
Bryndís og Hany

Námskeiðum slegið á frest / Tango Courses postponed

(English below).

Vegna Kórónaveirunnar hefur verið ákveðið að gera hlé á  tangónámskeiðunum sem hófust 28. febrúar.  Tveir tímar eru að baki og tímarnir fjórir sem eftir standa verða kenndir í maí og verða dagsetningar auglýstar nánar síðar.

Due to the coronavirus outbreak the tango courses which started 28th of February have been postponed.   4 classes remain and these will be taught in May (dates will be advertised later).

Milongur falla niður frá 16. mars / milongas cancelled

(English below)

Vegna Kórónaveirunnar hefur stjórn Tangófélagsins
ákveðið að fella niður allar milongur og praktíkur félagsins
frá og með 16. mars.  Nánari upplýsingar síðar. 
(12. mars, 2020;  uppfært 13. mars; uppfært 8. apríl; uppfært 21. apríl)

Due to the coronavirus outbreak the Tango Club
has decided to cancel all its milongas and practicas
from March 16th until further notice. 

(March 12, 2020; update March 13th; update April 8th; update April 21st).

6 VIKNA TANGÓ-NÁMSKEIÐ fyrir byrjendur HEFST 3. mars/ TANGO COURSE for beginners

Þetta námskeið fellur niður (uppfært 5. mars)
This Course is cancelled (Update from March 5th)

(Please scroll down for English)

Argentínskur tangó.

Þriðjudaginn 3. mars n. k. hefst
6 vikna tangó-námskeið fyrir byrjendur.

Kennarar er Tinna Ágústsdóttir og Viktor Freyr Lárusson.

Kennt verður á þriðjudögum: 19:30-20:30

Staðsetning:
Kennt verður á 2 stöðum.  Annars vegar
í  Iðnó (Vonarstræti 3):
3. mars, 24. mars og 7. apríl
og hins vegar
á  Dansverkstæðinu (Hjarðarhaga 47, gengið inn um bakdyr)
:
10. mars, 17. mars og 31. mars.

Allir eru velkomnir bæði pör og einstaklingar án dansfélaga.

Markmið námskeiðsins er:

1) Hafa gaman
2) Læra grunn í Tangó
3) Fá efni og spor til að dansa og leika sér með á
Tango danskvöldum (“milongum”)

Hægt er að skrá sig á tangofelagid@gmail.com.

Námskeiðið kostar: 12.500 kr.

Vinsamlegast sendið greiðslu fyrir námskeið með millifærslu á bankareikning Tangófélagsins og tölvupóstkvittun á netfangið: tangofelagid@gmail.com með skýringu á því fyrir hvað verið er að greiða. Ekki er tekið við greiðslukortum við innganginn. Millifærsla er þægilegasti greiðslumátinn fyrir Tangófélagið.
Bankanúmer:  0303-26-002215
Kt: 480500-3180.
____________________________________

6-weeks course for beginners in Argentinian Tango
starts on March 3rd.
Everyone is welcome, with or without a dance partner.

Teachers: Tinna Ágústsdóttir and Viktor Freyr Lárusson.

Time of classes: Tuesdays at 19:30-20:30.

Two different venues as follows:
 Iðnó (Vonarstræti 3):
March 3rd, March 24th and April  7th
and
Dansverkstæðið (Hjarðarhagi 47, entrance through back door):
March 10th, March 17th and March 31st.

The aim of the course is:

1) to have fun
2) to learn the basics of tango
3) to prepare for taking part in „milongas“.

Admission:  ISK 12.500

CreditCards are not accepted at the entrance door.
It is possible to deposit payment to the bank account of the
Tango Club.  Please send a note to tangofelagid@gmail.com with an explanation of the payment.

The numbers are as follows:
Id. No. (Kennitala): 480500-3180.
Banknumbers (Bank  –  Ldgr.  –  Acct.-No.):  0303 – 26 – 002215.

 

6 vikna tangó-námskeið hefst 28. febrúar – frestað / Tango Courses – postponed

 

Þessum námskeiðum hefur verið slegið á frest (sjá nánar hér).
(uppfært 13. mars)

These courses have been postponed
(please click here for more information).
(update March 13th)

 

(Please scroll down for English).

Argentínskur tangó.

28. febrúar n. k. hefjast 6 vikna tangó-námskeið í Kramhúsinu
annars vegar fyrir „byrjendur-plús“ og hins vegar fyrir framhaldsnemendur.
Kennarar er Tinna Ágústsdóttir og Kristinn Jónsson.
(„Byrjendur-plús“ eru þeir sem hafa farið á námskeið áður en vilja bæta við sig og læra meira í tango.  Framhaldsnámskeiðið er fyrir þá sem lokið hafa námskeiði fyrir „byrjendur-plús“).

Kennt verður á föstudögum sem hér segir:
kl. 20:00-21:00 „byrjendur-plús“
kl. 21:00-22:00  framhalds-námskeið
Allir eru velkomnir bæði pör og einstaklingar án dansfélaga.

Markmið námskeiðanna er:
1. Hafa gaman
2. Læra grunn í Tango
3. Fá efni og spor til að dansa og leika sér með á Tango danskvöldum („milongum“).

Hægt er að skrá sig á tangofelagid@gmail.com.
Námskeiðið kostar: 12.500 kr.

Vinsamlegast sendið greiðslu fyrir námskeið með millifærslu á bankareikning Tangófélagsins og tölvupóstkvittun á netfangið: tangofelagid@gmail.com
með skýringu á því fyrir hvað verið er að greiða.

Ekki er tekið við greiðslukortum við innganginn.
Millifærsla er þægilegasti greiðslumátinn fyrir Tangófélagið.

Bankanúmer:  0303-26-002215
Kt: 480500-3180.

– – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – –

6-weeks courses
for „beginners-plus“ and advanced students

in Argentinian Tango starts on February 28th.
Everyone is welcome, with or without a dance partner.
(„Beginners-plus“ are those who have been to a beginner’s class before but would like to learn more and go deeper into tango.  The class for advanced students is for those who have finished a „beginners-plus“ course).

Teachers: Tinna Ágústsdóttir and Kristinn Jónsson.
Venue: Kramhúsið, Skólavörðustíg 12 (off Bergstaðastræti).
Time of classes:
Fridays from 20:00 to 21:00 „Beginners-plus“
Fridays from 21:00 – 22:00  Advanced.

Objective: to have fun, to learn the basics of tango and to prepare for taking part in „milongas“.

Admission:  ISK 12.500

CreditCards are not accepted at the entrance door.
It is possible to deposit payment to the bank account of the
Tango Club.  Please send a note to tangofelagid@gmail.com with an explanation of the payment.

The numbers are as follows:
Id. No. (Kennitala): 480500-3180.
Banknumbers (Bank  –  Ldgr.  –  Acct.-No.):  0303 – 26 – 002215.

To find Kramhúsið:  As you stand on the corner of Skólavörðustígur and Bergstaðastræti look for the car park facilities at  Bergstaðastræti 6.  On the other side of the road (on the right hand side of the Red Cross Shop) walk up a small alley (the one on the left, decorated with a pink bird)  and you will see Kramhúsið.

BRYNDÍS & HANY: TANGO INTENSIVO PÁSKANÁMSKEIÐ 8.-11. APRÍL / EASTER COURSE

(Please scroll down for English)

Tango Intensivo fellur niður að sinni /
Tango Intensivo is postponed

Upplýsingar hér / Information here.

Kramhúsið auglýsir:

Tango Intensivo páskanámskeið.

Tangópar Íslands, Bryndís og Hany, halda tvö fjögurra daga námskeið í Kramhúsinu fyrir byrjendur og lengra komna, dagana 8.-11. april, 2020.

Allar upplýsingar eru  hér á heimsíðu Kramhússins.  
Og þar er hægt að skrá sig.

Um námskeiðin segja Bryndís og Hany:

Gefðu þér fjóra daga til að njóta dansins á öllum sviðum tangósins: tengsl, snerting, næmni, tækni og tónlist og dansinn þinn fer á flug.

Einstakt tækifæri til að öðlast meira öryggi, ánægju og færni. Á þessum námskeiðum köfum við dýpra en þegar um stakt námskeið er að ræða og dveljum lengur við smáatriðin. Við gefum okkur góðan tíma fyrir hvert par og leitumst við að koma til móts við þarfir hvers og eins.

Í lok hvers dags gefst tækifæri til að æfa það sem hefur verið lagt fyrir yfir daginn.

ATH – þetta er paranámskeið – við bendum áhugasömum stökum dönsurum á að hafa samband við Tangófélagið (tango.is) og kíkja á viðburði þeirra til að hita upp og finna rétta dansfélagann.

Hópur 1.
Æfðir dansarar (int./adv.) 10,5 klst. (Verð kr. 19.500).

Dagskrá

Mið.  8. apríl: 17.30-19.00
Fim.  9. april: 11.00-14.30 (30 mín hlé)
Fös. 10. april: 11.00-14.30 (30 mín hlé)
Lau. 11. april: 11.00-14.30 (30 mín hlé).

Hópur 2.
Nýir og lítið æfðir dansarar (beg./int.)  7,5 klst. (Verð kr. 13.850).

Dagskrá

Mið.  8. apríl: 19.10-20.40
Fim.  9. april: 15.00-17.00 (15 mín hlé)
Fös. 10. april: 15.00-17.00 (15 mín hlé)
Lau. 11. april: 15.00-17.00 (15 mín hlé).

– – – – – – – – – – – – – – – – – – –

Tango Intensivo Easter Edition.
Iceland’s Tango couple, Bryndís Halldórsdóttir and Hany Hadaya, will over a period of four days (8th – 11th of April, 2020) give two workshops. One for beginners and one for advanced students.

Information about the workshops
from Bryndís and Hany:

Dive into four days of pure dance joy in all areas of the tango: connection, emotion, sensuality, technique and music… and your tango will take a flight.

This is an unique opportunity for you to gain more security, enjoyment and skills in your dance. During the course, we will spend more time on details and we will take good time meeting the needs of each one of the participants.

At the end of each day, you have the opportunity to practice what we have been working on throughout the day.

ATT! You need to register with a partner. Registration is not confirmed until both have registered.

You can find all information about the program, prices, and registration on Kramhus’s website.

Program: 

Group 1:
Intermediate/Advanced dancers
(10.5 hours / admission: ISK 19.500).

Wednesday   April 8th: 17.30-19.00
Thursday April 9th: 11.00-14.30 (30 min break)
Friday April 10th: 11.00-14.30 (30 min break)
Saturday  Aril 11th: 11.00-14.30 (30 min break).

Group 2:
Beginners and intermediate dancers (7.5 hours / ISK 13.850).

Wednesday April 8th: 19.10-20.40
Thursday April 9th: 15:00-17:00 (15 min break)
Friday April 10th: 15:00-17:00 (15 min break)
Saturday  Aril 11th: 15:00-17:00 (15 min break).

Venue:
Kramhúsið Skólavörðustígur 12 (off Bergstaðastræti).

How to find Kramhúsið:
As you stand on the corner of Skólavörðustígur and Bergstaðastræti look for the car park facilities at Bergstaðastræti 6.  On the other side of the road (on the right hand side of the Red Cross Shop) walk up a small alley (the one on the left, decorated with a pink bird)  and you will see Kramhúsið.

E-mail address of Kramhúsið: kramhusid@kramhusid.is

About Bryndís and Hany.

Bryndís (Iceland) and Hany (Austria) consider themselves classical tango dancers, with a strong physical and emotional connection in their dance. For them clarity in movement and musicality is essential as well as elegance, dynamic and a hint of humor.

Bryndis and Hany have both background in ballet and modern dance. Later tango came into their lives and they have taught tango for many years in Iceland, where they founded the Icelandic Tango Association in the year of 2000. They moved to Denmark in 2011, where they work as professional tango dancers and teachers at their own school, M2tango Studio, in Copenhagen. Hany and Bryndís travel frequently to other countries to give workshops and shows.

In their classes they work with the basics, repertoire, posture and connection, flow of the movement, musicality and of course the joy of dancing. Finding the possibilities within the capacity of the students is very important to them. Another motto they believe in is: Tango is challenging enough, let’s laugh a bit and have fun.

 

Febrúar-maí Nýtt áskriftartímabil / New Subscription Period

(Please scroll down for English).

Félögum í Tangófélaginu sem greitt hafa félagsgjöld gefst kostur á að vera í áskrift að milongum félagsins.

Nýtt 4 mánaða áskriftartímabil: 1. febrúar – 31. maí.

Gjöldin eru sem hér segir:

Áskrift að milongum í Iðnó: Kr. 6.000 (feb. – maí). Áskrift að milongum í Kramhúsinu („El Cramo“): Kr. 6.000 (feb. – maí).

Áskrift að öllum reglubundnum milongum félagsins bæði í Iðnó og Kramhúsinu: Kr. 9.500 (feb. – maí).

Aðgangur er ókeypis á allar milongur félagsins fyrir 30 ára og yngri. Aðgangseyrir að öllum milongum Tangófélagsins fyrir þá sem ekki eru í áskrift er kr. 1.000.

Vinsamlegast sendið greiðslu með millifærslu á bankareikning Tangófélagsins og tölvupóstkvittun á netfangið: tangofelagid@gmail.com með skýringu á því fyrir hvað verið er að greiða. Ekki er tekið við greiðslukortum við innganginn. Millifærsla er þægilegasti greiðslumátinn fyrir Tangófélagið.

Bankanúmer:  0303-26-002215 Kt: 480500-3180.

—————————–

The Tango Club offers its members a subscription to regular milongas of the club.

A new subscription period of 4 months:
February 1st – May 31st.

Prices are as follows:

Milongas on Tuesdays at Iðnó: ISK 6.000 (February-May). Milongas („El Cramo“) on Fridays at Kramhúsið: ISK 6.000 (February-May).

All regular milongas of the Tango Club) both on Tuesdays and Fridays (Iðnó & El Cramo): ISK 9.500 (February-May).

Admission is free for those who are 30 years of age or younger. Admission to milongas for those who do not have a subscription is ISK 1.000.

CreditCards are not accepted at the entrance door. It is possible to deposit payment to the bank account of the Tango Club. Please send a note to tangofelagid@gmail.com with an explanation of the payment.

The numbers are as follows: Id. No. (Kennitala): 480500-3180. Banknumbers (Bank  –  Ldgr.  –  Acct.-No.):  0303 – 26 – 002215.

Ókeypis kynning á föstudögum kl. 21

Tangófélagið býður öllum sem vilja kynna sér tangó að koma á föstudögum kl. 21 í Kramhúsið í opinn tíma sem nefndur er praktíka.  Aðgangur er ókeypis og ekki þarf að skrá sig fyrirfram. Allir eru velkomnir, pör og einstaklingar án dansfélaga og andrúmsoftið er frjálslegt og óformlegt. Þeir sem hafa dansað áður í lengri eða skemmri tíma geta notað þennan tíma til að æfa sig og þeir sem aldrei hafa dansað tangó taka fyrstu skrefin og njóta leiðsagnar sem sniðin er að þörfum hvers og eins. Þetta er tilvalin leið til að nálgast töfraheim tangósins.

Praktíkunni lýkur kl. 22 og þá hefst tangó-ball
(Milonga El Cramo).