Greinasafn fyrir flokkinn: Fréttir

Alicja Ziolko 2. júní – opinn tími

(English below).

Hefðbundin praktíka fellur niður föstudaginn 2. júní, en í stað hennar verður tangómeistarinn Alicja Ziolko með opinn tíma í Kramhúsinu milli kl. 21 og 22.  Viðfangsefnið er Play and Creativity.   Ekki nauðsynlegt að hafa partner.

Ljósmynd: Reuven Halevi/ Alicja Ziolko dansar við Bennie Bartels.

Myndbönd má skoða hér:
www.youtube.com/user/Fruenfrahavet
og hér:
https://vimeo.com/user3036919

Að loknum opna tímanum verður dansað eins og venjulega til miðnættis.  Gestgjafar: Kristín & Helgi.  DJ: Helgi.

Aðgangseyrir:
Opni tíminn:  1.500,-
Milonga (fyrir þá sem ekki eru í áskrift): 1.000,- kr.
(700,- kr. fyrir félagsmenn).  Ókeypis fyrir 30 ára og yngri.

Alicja Ziolko will give an open class on
June 2nd from 21:00 to 22:00.  The subject for the class is
Play & Creativity. It is not necessary to have a partner.

Photo by Reuven Halevi / Alicja Ziolko with Bennie Bartels.

Videos can be seen here:
www.youtube.com/user/Fruenfrahavet
and here:
https://vimeo.com/user3036919

After the class there will be a milonga from 22:00 until midnight.
Hosts: Kristín & Helgi.  DJ: Helgi.
Venue: Kramhúsið: Skólavörðustígur 12 (off Bergstaðastræti).

Admission:
Open class: ISK. 1,500.
The milonga:  ISK 1,000  (ISK. 700 for members of the Tango Club).
Free for 30 years of age and younger.

Félagsgjöld og áskrift – mismunandi löng tímabil

Uppfært 2. júní 2017:

Á aðalfundi Tangófélagsins 19. maí 2017 var samþykkt að aðalfundir félagsins skuli framvegis haldnir fyrir lok nóvembers ár hvert.  Þetta þýðir að næsta starfstímabil er einungis hálft ár (ca.) og samþykkti fundurinn að félagsgjald á þessu tímabili skuli vera 2.000,- kr.
Nýtt áskriftartímabil að milongum félagsins hófst 1. júní. Vegna uppsagnar á Kaffitári og óvissu um framhaldið getum við bara boðið félagsmönnum upp á eins mánaðar áskrift þar að sinni, sem kostar 1000 krónur (til loka júní). Áskriftargjaldið að El Cramo er sem áður 5000 krónur fyrir 4 mánuði (júní-sept). Þegar málin skýrast með miðvikudagsmilongurnar verður ákveðið með áframhaldandi áskrift að þeim.  (Reikningsnúmer félagsins: 0303-26-002215.
Kennitala: 480500-3180).  – Aðgangur er ókeypis á allar milongur félagsins fyrir 30 ára og yngri.

Nýtt áskriftartímabil frá og með 1. júní

Uppfært 2. júní 2017:

Félagar í Tangófélaginu geta gerst áskrifendur að milongum félagsins. Nýtt áskriftartímabil að milongum félagsins hófst 1. júní. Vegna uppsagnar á Kaffitári og óvissu um framhaldið getum við bara boðið upp á eins mánaðar áskrift þar að sinni, sem kostar 1000 krónur (til loka júní). Áskriftargjaldið að El Cramo er sem áður 5000 krónur fyrir 4 mánuði (júní-sept). Þegar málin skýrast með miðvikudagsmilongurnar verður ákveðið með áframhaldandi áskrift að þeim.

(Reikningsnúmer félagsins: 0303-26-002215.
Kennitala: 480500-3180)

Aðgangur er ókeypis á allar milongur félagsins fyrir 30 ára og yngri.

 

Tangónámskeið fyrir byrjendur að hefjast í Kramhúsinu

Kramhúsið auglýsir 6 vikna tangónámskeið sem hefst
28. apríl n.k.  Kennt verður einu sinni í viku.  Námskeiðið er fyrir byrjendur og verður kl. 20:00 á föstudögum.  Nauðsynlegt er að hafa dans-partner á námskeiðunum.  Kennarar eru Tryggvi Hjörvar og Tinna Ágústsdóttir.  Nánari upplýsingar eru á heimasíðu Kramhússins (http://www.kramhusid.is/events/tango/) og þar er hægt að skrá sig.  Einstaklingar sem vilja taka þátt í námskeiðinu en vantar dansfélaga geta nýtt sér Facebook-hóp sem nefnist Tango club Reykjavík – Partnersearch.  Þar er hægt að pósta í grúppuna:
https://www.facebook.com/groups/579335245422129/

Tangófélagið býður þátttakendum á námskeiðum Kramhússins ókeypis aðgang að milongum félagsins á meðan á námskeiðunum stendur.  Tangó-dansleikur nefnist ‘milonga’ og Tangófélagið stendur fyrir tveimur slíkum milongum í viku, á miðvikudögum kl. 21–23 á Kaffitári  (Bankastræti 8) og í Kramhúsinu (Skólavörðustíg 12) á föstudagskvöldum kl. 21–24.   Sérstök athygli er vakin á því að milli kl. 21 og 22 á föstudögum er svokölluð ‘praktíka’ (eða æfinga-stund) í Kramhúsinu.   Þar er tilvalið fyrir nemendur að æfa nýju sporin sem kennd verða á námskeiðinu hjá Tinnu og Tryggva.

Praktílonga laugardaginn 15. apríl

English below

Föstudaginn langa (14. apríl) er ekkert dansað í Kramhúsinu en aftur á móti verður praktílonga daginn eftir, laugardaginn 15. apríl, í Dansverkstæðinu, Skúlagötu 30, kl. 16–18.  Á praktílongu dansa þeir sem vilja dansa og þeir sem vilja æfa sig gera það.   Semsagt frjáls tími fyrir þá sem ekki geta hugsað sér að vera án tangós í heila viku frá miðvikudegi til miðvikudags!

DJ: Laura
Umsjón: Snorri Sigfús

Aðgangseyrir: kr. 500.

A practilonga will take place on Saturday April 15th from 16:00 –18:00 in Dansverkstæðið at Skúlagata 30.

DJ: Laura Valentino
Host: Snorri Sigfús

Admission: IS. 500.

Bryndís og Hany 12. og 13. maí.

English below

Föstudagur 12. maí

Hefðbundin Practica fellur niður 12. maí en í staðinn verða Bryndís Halldórsdóttir og Hany Hadaya með opinn tíma kl. 20.30–22.00.
Þau nefna tímann Wonderful embrace (all levels) og lýsa viðfangsefninu þannig: Á þessu námskeiði einbeitum við okkur að því að finna gott samband við dansfélagann og okkur sjálf. Við vinnum með líkamsstöðu, jafnvægi og þyngd. Við gerum einfaldar æfingar þar sem bæði eru virk í dansinum og byggir á því hvernig við hreyfum okkur saman.

Að loknum opna tímanum er dansað eins og venjulega til miðnættis.

 Gestgjafi: Snorri Sigfús

 DJ: Þórður

Laugardagur 13. maí

Bryndís Halldórsdóttir og Hany Hadaya bjóða uppá einkatíma í Dansverkstæðinu (Skúlagötu 30) á tímabilinu 14:00-18:00.  Hægt er að panta tíma beint í síma 862-1177.

Friday May 12thOn Friday at 20:30 there will be an open class at Kramhúsið, Skólavörðustíg 12 (off Bergstaðastræti) with Bryndís Halldórsdóttir and Hany Hadaya.   The theme for the class is Wonderful Embrace  (All levels).  The teachers will work on connection between partners, posture, balance and weight and moving together in the dance.

A regular milonga starts at 22:00  and we dance until midnight.

Host: Snorri Sigfús
DJ: Þórður

Saturday May 13th

Bryndís Halldórsdóttir og Hany Hadaya will give private lessons between 14:00 and 18:00 at  Dansverkstæðið (Skúlagata 30) on Saturday May 13th 2017.  Please phone 862-1177 for reservations and information.

Framhaldstímar og praktíka

Nú á vorönn býður Kramhúsið upp á “framhaldstíma” á föstudagskvöldum fyrir þá sem eru búnir að vera á byrjendanámskeiðunum.  Boðið er upp á sveigjanlega mætingu, þ.e í boði eru 10 föstudagar og fólk borgar fyrir þá föstudaga sem það getur mætt á, hægt er að kaupa 6 tíma og velja úr þá sex af þessum tíu sem henta.  Kennarar eru Þórunn Sævarsdóttir og Tryggvi Hjörvar.  Tímarnir eru kl. 19:45 – 21:00 og í beinu framhaldi er hægt að mæta á praktíku Tangófélagsins (kl. 21:00 – 22:00) og  halda áfram  að æfa sporin og dansa áfram á milongu kvöldsins eins og hugurinn girnist og fæturnir leyfa.

Allir eru velkomnir á praktíkuna kl. 21:00 pör og einstaklingar og er aðgangur ókeypis á hana.  Umsjón með praktíkunni hafa Svanhildur Óskarsdóttir og Snorri S. Birgisson. Ókeypis er á allar milongur Tangófélagsins fyrir þá sem eru 30 ára og yngri.

 

Open Embrace tangomaraþon 10.–12. mars

English below.

Hið árlega Tangomaraþon („Open Embrace“) verður dagana
10.–12. mars n.k.  Dansað verður í Dansverkstæðinu (Skúlagötu 30) sem hér segir:

Föstudag 10. mars kl. 20–24 (DJ: Hlynur)
Laugardag 11. mars kl. 14–18 (DJ: Elín) og 20–24 (DJ: Þórður)
(sameiginlegur kvöldverður á Kex Hostel kl. 18–20).
Sunnudag 12. mars kl. 13–17, bröns innifalinn (DJ: Svana Vals).

Aðgangseyrir
(verð í svigum eru fyrir þá sem ekki eru félagsmenn):

Milonga á föstudegi: 2.000 kr. (2.500 kr.).
Báðar milongurnar á laugardegi: 4.000 kr. (4.500 kr.).
Milonga á sunnudegi (bröns innifalinn):  3.000 kr. (3.500 kr.).

Allar milongur á hátíðinni (bröns á sunnudegi  innifalinn):
7.000 kr. (9.000 kr.)

Félagið hefur tekið frá borð á Kex Hostel fyrir þá sem vilja borða þar sameiginlegan kvöldverð á laugardeginum (kl. 18–20).   Sá kvöldverður er ekki innifalinn í auglýstum aðgangseyri.  Þeir sem vilja taka þátt í kvöldverðinum þurfa að skrá sig í hann í síðasta lagi á fimmtudaginn (9. mars).

Athygli er vakin á því að kl. 12 á sunndeginum er Feldenkrais-tími í Dansverkstæðinu fyrir þá sem vilja byrja dansdaginn með þátttöku í honum.  Ekki þarf að skrá sig í hann fyrirfram.
Verð: 1.500 kr.  Um Feldenkrais má lesa hér: feldenkrais.is

Vinsamlegast notið formið hér fyrir neðan til að skrá þátttöku á maraþoninu.

Bankareikningur félagsins:  0303-26-002215
Kt. félagsins: 480500-3180


The yearly Tango Marathon (“Open Embrace”*) will take place on March 10th – 12th at  Dansverkstæðið (Skúlagata 30).

Milongas will take place as follows:

Friday March 10:  8 – 12 pm (DJ: Hlynur).
Saturday March 11: 2 – 6 pm (DJ: Elín) and 8 – 12 pm (DJ: Þórður).
(Dinner at Kex Hostel: 6 – 8 pm).
Sunday March 12th: 1 – 5 pm. with brunch (DJ: Svana Vals).

*(following an apt comment we want to mention that the Open Embrace Tango Marathon is certainly open to ANY kind of tango embrace!)

Admission:
(prices in brackets are for non-members):

Milonga on Friday: ISK 2.000 (ISK 2.500)
Two milongas on Saturday: ISK 4.000 (ISK 4.500)
Milonga on Sunday (brunch included):  ISK 3.000 (ISK 3.500)

All milongas in the festival (brunch on Sunday included):
ISK 7.000 (ISK 9.000).

The Tango Club has reserved a table in Kex Hostel (next door to Dansverkstæðið) for those participants who wish to take part in communal dining on Saturday Evening (from 18 – 20).  The dinner is not included in the prices advertised above.  Those who wish to participate in the Dinner are required to register at the latest on Thursday (March 9th) at tangofelagid@gmail.com.

Mention is made of an open Feldenkrais-class in Dansverkstæðið at 12 am. – 1 pm. on  Sunday.  It is not necessary to book in advance. Admission: ISK 1.500.  Read about Feldenkrais here: feldenkrais.is

To book tickets for the marathon please fill out the form below.

Bank info:  0303-26-002215
Kt. (social security number): 480500-3180

[contact-form-7 404 "Not Found"]