Frá Hlyni Helgasyni:
Sett hefur verið af stað tilraun til að vera með útvarpsmílongu sem kemur í stað hefðbundinnar föstudagsmílongu Tangófélags Reykjavíkur á meðan samkomubann er í gildi vegna Covid-19 veirunnar.
Nú getur fólk kveikt á útvarpinu og dansað saman tvö og tvö í stofunni heima hjá sér án þess að óttast að sýkja aðra.
Mætið endilega klukkan 9 á föstudaginn og dansið til miðnættis, áhyggjulauus heima.
Hægt er að hlusta á útvarpið á Https://milonga.is/
Slóð fyrir spilara: http://milonga.is:
Twitter-tag: #heimamilonga
Það fer s.s. fram prufa á þessu föstudaginn 20. mars!
Njótið!
Kv. Hlynur.
One thought on “Heimamilonga — Tangó á tímum plágunnar”
Lokað er á athugasemdir.