Síðast liðna tvo föstudaga hefur Hlynur Helgason séð um milongur á netinu.
Orðsending frá Hlyni vegna föstudagsins 3. apríl:
Tangó á tímum plágunnar
Milonga sem kemur í stað hefðbundinnar föstudagsmílongu Tangófélags Reykjavíkur á meðan samkomubann er í gildi vegna Covid-19 veirunnar. Nú getur fólk kveikt á útvarpinu og dansað saman tvö og tvö í stofunni heima hjá sér án þess að óttast að sýkja aðra.
Dagskráin hefst kl. 9 og stendur til kl. 11.
Fyrsta klukkustundin er nokkurskonar praktika, þar sem fólk getur tengst, hlustað á tónlist og tekið spor. Reikna má með að flestir mæti um 10, en þá förum við í miilonguham þar sem fólk dansar og getur fylgst með öðrum dansa.
Tónlistin er bæði spiluð í góðum gæðum á vefútvarpi auk þess sem henni er streymt í þokkalegum gæðum beint í Zoom-forritinu.
Til að tengjast í tónlistarspilara, skráðu inn þessa slóð: http://milonga.is:8000/
Zoom-tenging frá 10–11 er hér: https://eu01web.zoom.us/j/
Meeting ID: 777-736-175
Athugið að þetta er breytt númer frá því síðast!