Frá stjórn félagsins / From the Board:
Please scroll down for English.
Breytt fyrirkomulag verður á Milonga de Arte í SÍM-húsinu næstkomandi þriðjudag, þann 6. júlí.
Á undan milongunni verður boðið upp á opið námskeið á vegum Alicju Ziolko. Námskeiðið hefst kl. 7.30 og stendur til 9.
Milongan frestast um klukkustund frá venjubundnum tíma og kemur til með að standa frá 9–11.
Gjald fyrir námskeiðið er kr. 2.000. Fólk er vinsamlegast beðið um að greiða með seðlum, en nóg er af hraðbönkum í nágrenni SÍM-hússins.
Hér er lýsing á námskeiðinu auk stuttrar ferilsskrár:
(Re)Connect & Play!
Kennari: Alicja Ziolko
Fyrir öll stig (bæði fyrir pör og einstaklinga án dansfélaga).
Við munum hita upp með göngu og tónhrifum við undirspil tveggja ólíkra tangóhljómsveita: Juan D’Arienzo og Osvaldo Pugliese, í rannsókn á ‘TangoFootNotes’, í leik með takt & hendingar.
Í kjölfarið einbeitum við okkur að lifandi tengingu í faðmlaginu, með sporum á mismunandi hæfnistigum.
Þar sem Tango hefur verið lengi án faðmlagsins höfum við nú tækifæri til að enduruppgötva og endurskoða hvernig faðmlagið gerir Tango-dans svo einstakan: samskipti innan þess sem er að gerast hér og nú — í raun og veru!
Hlakka til að sjá þig á gólfinu!
Abrazo,
Alicja
Stutt ferilskrá:
Alicja hefur dansað tangó síðan 1991 og stundað nám í Buenos Aires og París. Hún hefur verið flytjandi og kennari á ýmsum alþjóðlegum tangóhátíðum. Hún átti þátt í uppbygginu tangósamfélagsins í Noregi á sínum tíma. Alicja er líka leikkona og hún semur eigin sviðslistaverkefni, þar sem tangó er oft mikilvægur þáttur.
– – – – – – – – – – – –
Important changes to the program of Milonga de Arte next Tuesday, the 6th of July.
The milonga will be preceded by an open class organized by Alicja Ziolko. The class starts at 7.30pm and lasts until 9pm.
This means the milonga will start an hour later than usually. It will last from 9–11.
The charge for the class is ISK 2,000 per person. People are kindly asked to pay in cash, there are plenty of ATMs in the vicinity of the SÍM building.
Here is a description of the class and a short bio:
(Re)Connect & Play!
With Alicja Ziolko
For all levels (for couples and also for individuals without a dance-partner)
We will warm up with walks & musicality, enjoying two different tango-orchestras: Juan D’Arienzo and Osvaldo Pugliese, exploring TangoFootNotes, playing with rhythm & phrasing.
Then we will focus on live connection in the embrace, with steps of different levels. Since Tango has been so long without the embrace, we have the chance to rediscover and reexamine how the embrace makes Tango-dancing so unique: interacting within what is happening here and now—for real!
Looking forward to seeing you on the floor!
Abrazo,
Alicja
Short bio:
Alicja has been dancing tango since 1991 and studied in Buenos Aires and Paris.
Participated as a performer and teacher at various international tango festivals. She was one of the actors in the start-up of Norway’s tango community. Alicja is also an actress and creator of her own performing arts projects, where tango often is an important element.