Please scroll down for English.
Tónlistarhópurinn TANGÓ TRÍÓ stendur fyrir röð viðburða í sumar sem þau nefna „Hádegistangó í Hafnarhúsi“. Í hópnum eru þrír ungir fiðluleikarar, Helga Diljá Jörundsdóttir, Margrét Lára Jónsdóttir og Tómas Vigur Magnússon.
Hádegistangó verður í fyrsta sinn miðvikudaginn 28. júní kl. 12:15, og svo einnig 5. júlí og 12. júlí. TANGÓ TRÍÓ hugsar þetta sem milongu þar sem öllum er frjálst að koma og dansa. Aðgangur er ókeypis.
Verkefnið er unnið í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur, Hitt Húsið og Tangófélag Reykjavíkur. Með „Hádegistangó í Hafnarhúsi“ vill TANGÓ TRÍÓ kynna tangó og romanitónlist fyrir almenningi, ungum sem öldnum, og fá svolítinn hita og góða sveiflu inn í íslenskt sumar og vekja áhuga á töfrum tangósins.
———————————
This summer Reykjavik Art Museum/Hafnarhúsið will host a group of young musicians who call themselves TANGO TRIO. Its members are three young Icelandic violinist, Helga Diljá Jörundsdóttir, Margrét Lára Jónsdóttir and Tómas Vigur Magnússon.
TANGO TRIO will offer a series of events on Wednesdays and the first one will take place on Wednesday June 28th at 12:15 and the next two will be on July 5th and July 12th. The musicians present their events as a milonga where everyone is invited to come and dance . The main objective of “TANGO TRIO at Hafnarhúsið” is to introduce tango music and tango dancing to all age groups and to emphasize the significance of musical study for all social groups.
Venue: Reykjavik Art Museum/Hafnarhúsið, Tryggvagata 17.
Admission: Free