Sveitamilonga í Þorranum – tangódanskvöld í fallegu umhverfi
Tangófélagið býður til Sveitamilongu, laugadagskvölið 8. febrúar. Dansað verður í Sóleyjarhúsi (áður Svövuhúsi), í nágrenni Rauðhóla og Heiðmerkur, þar sem sveitastemning og tangótónar mætast.
🕗 Tími: kl. 21:00–23:00
🎶 DJ: Hlynur Helgason
🌿 Gestgjafi: Bergljót Arnalds
🥂 Við bjóðum upp á brennivínsstaup og snakk með þorrablótsívafi, til að ylja bæði líkama og sál á milli tanda.
📍 Aðkoma:
Keyrt er austur út úr bænum og rétt við bæjarmörkin er beygt til hægri þar sem stendur merki „Hjólkoppar til sölu“. Afleggjarinn er stuttur malavegur. Frá veginum sést hús merkt Sóleyjarhús og skreytt hvítri jólaseríu. Aðkoman er hrá og hestar hinum megin við næstu girðingu eins og vera ber í sveitinni. Salurinn er aftur á móti hlýr og notalegur með eldhúsi og hugleiðsluþema.
Sjá kort neðar.
Endilega deilið bílum og bjóðið far – ekki eru mörg stæði á lóðinni, en nóg til að taka á móti okkur.
💃 Verð:
- 2.300 kr. fyrir félagsmenn
- 2.800 kr. fyrir aðra
🎟️ Miðakaup:
Hægt er að kaupa miða fyrirfram með millifærslu á Tangófélagið eða borga á staðnum.
Reikningur félagsins er: 0303-26-002215
Kennitala: 480500-3180
Sendið skilaboð um miðakaup á: tangofelagid@gmail.com
Komið og njótið tangósins í hlýlegu og rólegu umhverfi – við hlökkum til að sjá ykkur á viðardansgólfinu!
Countryside Milonga in Þorri – A Tango Night in a Beautiful Setting
The Tango Club invites you to a Countryside Milonga on Saturday evening, February 8th. We will dance in Sóleyjarhús (formerly Svövuhús), near Rauðhólar and Heiðmörk, where a rustic atmosphere and tango tunes meet.
🕰️ Time: 21:00–23:00
🎶 DJ: Hlynur Helgason
🌿 Host: Bergljót Arnalds
🥂 We will offer a shot of brennivín and snacks with a Þorrablót twist to warm both body and soul between tandas.
📍 Getting there:
Drive east out of the city, and just at the city limits, turn right where you see a sign that says “Hjólkoppar til sölu” (Hubcaps for sale). The turn-off is a short gravel road. From the road, you can see a house marked Sóleyjarhús, decorated with white Christmas lights. The approach is rustic, with horses on the other side of the nearest fence, just as it should be in the countryside. The hall, on the other hand, is warm and cozy with a kitchen and a meditation theme.
See map below.
Please carpool and offer rides – there aren’t many parking spaces on the property, but enough to accommodate us.
💃 Price:
- 2,300 ISK for members
- 2,800 ISK for others
🎟️ Ticket purchase:
You can buy tickets in advance via bank transfer to the Tango Club or pay on-site.
The club’s account is: 0303-26-002215
Kennitala (ID no.): 480500-3180
Send a message about your ticket purchase to: tangofelagid@gmail.com
Come and enjoy the tango in a warm and peaceful environment – we look forward to seeing you on the wooden dance floor!
