Greinasafn fyrir flokkinn: Fréttir

Tango on Ice á föstudegi í Iðnó/ Tango on Ice: Day 2 in Iðnó

English below.

Hin árlega hátíð Tangófélagsins, Tango on Ice, er í fullum gangi.  Námskeiðin hefjast í dag  (föstudaginn 22. september) og Bryndís og Hany sýna tango á milongunni í kvöld.   Allar nánari upplýsingar er að finna hér:
https://tango.is/2017/01/17/tango-on-ice-2017/

Tango on Ice,  the annual 4-day festival organized by Tango Club Reykjavik is in it’s second day today (Friday, September 22).   Workshops are beginning and tonight Bryndís and Hany will enlighten and entertain us with a show.  All relevant information can be found here:
https://tango.is/2017/01/17/tango-on-ice-2017/

Tango on Ice hefst í dag! Tango on Ice: Day 1

English below.

Hin árlega hátíð Tangófélagsins, Tango on Ice, hefst í Iðnó í dag  fimmtudaginn (21. september)!  Frestur til að skrá sig á námskeið
rennur út á morgun.   Allar nánari upplýsingar er að finna hér:
https://tango.is/2017/01/17/tango-on-ice-2017/

Tango on Ice,  the annual 4-day festival organized by Tango Club Reykjavik returns to town today Thursday (September 21st).  It’s still possible to register.  Events take place in Iðnó today.  All relevant information can be found here:
https://tango.is/2017/01/17/tango-on-ice-2017/

Tango on Ice hefst í þessari viku! Tango on Ice starts this week!

English below.

Hin árlega hátíð Tangófélagsins, Tango on Ice, hefst nú á fimmtudaginn (21. september)!  Frestur til að skrá sig á námskeið
rennur út á föstudaginn.   Allar nánari upplýsingar er að finna hér:
https://tango.is/2017/01/17/tango-on-ice-2017/

Tango on Ice,  the annual 4-day festival organized by Tango Club Reykjavik returns to town on Thursday (September 21st).  It’s still possible to register.  All relevant information can be found here:
https://tango.is/2017/01/17/tango-on-ice-2017/

Kramhúsið auglýsir tvö tangónámskeið

Kramhúsið auglýsir tvö 6 vikna tangónámskeið sem hefjast
15. september n.k.  Kennt verður einu sinni í viku, á föstudagskvöldum.  Byrjendanámskeið verður kl. 20–21 og framhaldsnámskeið kl. 21–22. Nauðsynlegt er að hafa danspartner á námskeiðunum.  Kennarar eru Tryggvi Hjörvar og Þórunn Sævarsdóttir.  Nánari upplýsingar eru á heimasíðu Kramhússins og þar er hægt að skrá sig á námskeið:
http://www.kramhusid.is/events/tango/.
Upplýsingar um verð er að finna hér:
http://www.kramhusid.is/verdskra/
Einstaklingar sem vilja taka þátt í námskeiði en vantar dansfélaga geta nýtt sér Facebook-hóp sem nefnist Tango club Reykjavík – Partnersearch:
https://www.facebook.com/groups/579335245422129/

Tangó-dansleikur nefnist ‘milonga’ og Tangófélagið stendur fyrir milongu í Kramhúsinu í viku hverri á föstudagskvöldum kl. 21–24  (Skólavörðustíg 12, bakvið Bergstaðastræti 7) .  Félagið býður þátttakendum á námskeiði Kramhússins ókeypis aðgang að öllum milongum þess á meðan á námskeiðum stendur.   Sérstök athygli er vakin á því að á milli kl. 21 og 22 á föstudögum er svokölluð ‘praktíka’ (eða æfinga-stund) í Kramhúsinu.   Þá er tilvalið að æfa nýju sporin sem kennd voru á byrjendanámskeiðinu (kl. 20) hjá Tryggva og Þórunni og fyrir þátttakendur í framhaldsnámskeiðinu liggur beint við að halda áfram að dansa á mílongu Tangófélagsins frá og með
kl. 22 (þegar námskeiðinu lýkur).

Útimilonga á menningarnótt

Á Menningarnótt Reykjavíkurborgar, 19. ágúst n.k.,  verður milonga á vegum  Tangófélagsins á Bríetartorgi frá kl. 16:00 til 18:00.
DJ: Þorvarður

On Culture Night in Reykjavík (August 19th, 2017) there will be an outdoor milonga at Bríetartorg (on the corner of Þingholtsstræti and Amtmannsstígur (see map here: https://tango.is/events/event/utilmilonga-a-menningarnott/).  The milonga starts at 16:00 and ends at 18:00.
DJ: Þorvarður Kári Ólafsson

Alicja Ziolko 2. júní – opinn tími

(English below).

Hefðbundin praktíka fellur niður föstudaginn 2. júní, en í stað hennar verður tangómeistarinn Alicja Ziolko með opinn tíma í Kramhúsinu milli kl. 21 og 22.  Viðfangsefnið er Play and Creativity.   Ekki nauðsynlegt að hafa partner.

Ljósmynd: Reuven Halevi/ Alicja Ziolko dansar við Bennie Bartels.

Myndbönd má skoða hér:
www.youtube.com/user/Fruenfrahavet
og hér:
https://vimeo.com/user3036919

Að loknum opna tímanum verður dansað eins og venjulega til miðnættis.  Gestgjafar: Kristín & Helgi.  DJ: Helgi.

Aðgangseyrir:
Opni tíminn:  1.500,-
Milonga (fyrir þá sem ekki eru í áskrift): 1.000,- kr.
(700,- kr. fyrir félagsmenn).  Ókeypis fyrir 30 ára og yngri.

Alicja Ziolko will give an open class on
June 2nd from 21:00 to 22:00.  The subject for the class is
Play & Creativity. It is not necessary to have a partner.

Photo by Reuven Halevi / Alicja Ziolko with Bennie Bartels.

Videos can be seen here:
www.youtube.com/user/Fruenfrahavet
and here:
https://vimeo.com/user3036919

After the class there will be a milonga from 22:00 until midnight.
Hosts: Kristín & Helgi.  DJ: Helgi.
Venue: Kramhúsið: Skólavörðustígur 12 (off Bergstaðastræti).

Admission:
Open class: ISK. 1,500.
The milonga:  ISK 1,000  (ISK. 700 for members of the Tango Club).
Free for 30 years of age and younger.

Félagsgjöld og áskrift – mismunandi löng tímabil

Uppfært 2. júní 2017:

Á aðalfundi Tangófélagsins 19. maí 2017 var samþykkt að aðalfundir félagsins skuli framvegis haldnir fyrir lok nóvembers ár hvert.  Þetta þýðir að næsta starfstímabil er einungis hálft ár (ca.) og samþykkti fundurinn að félagsgjald á þessu tímabili skuli vera 2.000,- kr.
Nýtt áskriftartímabil að milongum félagsins hófst 1. júní. Vegna uppsagnar á Kaffitári og óvissu um framhaldið getum við bara boðið félagsmönnum upp á eins mánaðar áskrift þar að sinni, sem kostar 1000 krónur (til loka júní). Áskriftargjaldið að El Cramo er sem áður 5000 krónur fyrir 4 mánuði (júní-sept). Þegar málin skýrast með miðvikudagsmilongurnar verður ákveðið með áframhaldandi áskrift að þeim.  (Reikningsnúmer félagsins: 0303-26-002215.
Kennitala: 480500-3180).  – Aðgangur er ókeypis á allar milongur félagsins fyrir 30 ára og yngri.

Nýtt áskriftartímabil frá og með 1. júní

Uppfært 2. júní 2017:

Félagar í Tangófélaginu geta gerst áskrifendur að milongum félagsins. Nýtt áskriftartímabil að milongum félagsins hófst 1. júní. Vegna uppsagnar á Kaffitári og óvissu um framhaldið getum við bara boðið upp á eins mánaðar áskrift þar að sinni, sem kostar 1000 krónur (til loka júní). Áskriftargjaldið að El Cramo er sem áður 5000 krónur fyrir 4 mánuði (júní-sept). Þegar málin skýrast með miðvikudagsmilongurnar verður ákveðið með áframhaldandi áskrift að þeim.

(Reikningsnúmer félagsins: 0303-26-002215.
Kennitala: 480500-3180)

Aðgangur er ókeypis á allar milongur félagsins fyrir 30 ára og yngri.